Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 86
KVIðRISTARINN Í KAUPMANNAHÖFN
91
mál í landinu á 19. öld eins og víðar. Mótmælin voru í sjálfu sér eins konar kven-
réttindabarátta þar sem sýnt var fram á hvernig meðferð stjórnvalda á þessum
konum væri raunar ekkert annað en nauðgun. Þeim var skipað að skrá sig og
haft strangt eftirlit með þeim. Þá voru þær jafnvel gripnar á götunum af handa-
hófi, látnar gangast undir óþægileg og niðurlægjandi próf og síðan lokaðar inni
vikum saman ef þær greindust með kynsjúkdóm. Konum var því beinlíns refsað
fyrir þjónustu sem á þessum tíma þótti sjálfsagt að karlmenn nýttu sér og var
raunar talin þeim mikil heilsubót. Samkvæmt Smith var greinaröðin „The Ma-
iden Tribute of Modern Babylon“ (1885) eftir lækninn W. T. Stead í öðru lagi
mikilvæg fyrir skilning fólks á morðmálinu. Í henni var fjallað um vændi meðal
barna og spillingu betri borgara og lækna í þeim efnum. Aristókratar voru sak-
aðir um að kaupa meydóm stúlkna af bágstöddum foreldrum og var læknastéttin
álitin meðsek þar sem læknar voru sagðir ráðnir af kaupendum til þess að stað-
festa „hreinleika“ barnanna eða „gæði vörunnar“. Kallaði Stead jafnframt eftir
því að sjálfræðisaldurinn yrði hækkaður úr 13 árum í 16 ár og þar með gert ólög-
legt að stunda kynlíf með einstaklingum sem voru yngri. Að síðustu höfðu hin
blóðugu átök sem urðu milli lögreglu og verkalýðsins þann 13. nóvember 1887
og kennd eru við sunnudaginn blóðuga (e. Bloody Sunday) í sögubókum áhrif á
umræðuna.62
Að mati Smith mótuðu þessir þrír atburðir viðhorf fólks á vændiskonum,
yfirstéttinni, læknum og verkalýðnum sem kristallast í sögum um Kobba kvið-
ristu. Eins og fyrr segir er morðinginn iðulega framsettur sem hefðarmaður
eða læknir með tösku í hönd, hatt á höfði, í skikkju, ráfandi um í þoku eins og
vofa sem nærist á þeim sem minna mega sín. Í bók sinni The Age of Sex Crime
(1988) túlkar bandaríski félags- og kynjafræðingurinn Jane Caputi Kobba sömu-
leiðis sem eins konar goðmagn feðraveldisins og sjálf kviðristumorðin sem eina
öfgafyllstu birtingarmynd þess valds og kúgunar sem karlmenn hafa almennt
yfir konum í samfélaginu og menningunni. Að auki segir Caputi að Kobbi sé
erkitýpa nútíma raðmorðingjans, sá sem „uppgötvaði“ glæpinn og saga hans og
dulmagn verið einn helsti innblástur þeirra morðingja sem á eftir honum hafa
komið í nútímanum. Glæpir hans mörkuðu þannig upphaf nýrrar aldar sem
titill rits Caputi vísar í og einkennst hefur af síauknu kynferðislegu ofbeldi og
morðum á konum samhliða auknu kvenfrelsi.63
62 Clare Smith, Jack the Ripper in Film and Culture. Top Hat, Gladstone Bag and Fog, London:
Palgrave Macmillan, 2016 kyndils útgáfa, loc: 456–556.
63 Jane Caputi, The Age of Sex Crime, bls. 4. Það ber þó að nefna að verk Caputi er barn síns
tíma og skrifað í raðmorðingjafárinu svokallaða þegar ógnin var stórlega ýkt í fjölmiðlum
vestanhafs og talið að raðmorðingjar bæru ábyrgð á um 20% allra morða í Bandaríkj-
unum. Líkt og hefur verið nefnt í greininni er í dag aftur á móti talið að hlutfallið sé nærri