Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 79

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 79
MARTEINN KNARAN ÓMARSSON 84 Að þessu leyti eru raðmorðingjar ólíkir og því ef til vill ekki eins hættulegir, að minnsta kosti geta sum andað rólegar. Þeir velja jafnan fórnarlömb sín vand- lega og níðast helst á þeim sem minna mega sín eða eru auðveldar bráðir líkt og afbrotafræðingurinn Enzo Yaksic bendir á.48 Þau öldruðu og bjargarlausu, þau sem eru illa stödd félagslega, búa á götunum eða starfa við kynlífsþjónustu eru algeng fórnarlömb enda líklegra að þeirra verði ekki saknað. Um leið kæra yfir- völd sig oft minna um þennan hóp fólks. Svoleiðis komast morðingjar upp með glæpi sína og geta haldið þeim áfram óáreittir. Það er sjaldgæft að valdamiklir einstaklingar séu myrtir af raðmorðingjum og ef slíkt kemur upp eru morðin iðulega túlkuð sem pólitískur gjörningur, árás á málstað viðkomandi, ákveðna hugmyndafræði eða kerfi sem eru jafnan ríkjandi í samfélaginu. Þá er líka oftar en ekki tekið hart á málum.49 Fórnarlömb raðmorðingjans í Kóperníku eru athyglisverð blanda þessa. Þau eiga það mörg sameiginlegt að vera í senn valdamikil og félagslega undirsett sem gæti enn fremur útskýrt áhugaleysi stjórnvalda að leysa málið í sögunni. Það gæti þó allt eins verið getuleysi þar sem um fordæmalausan glæp er að ræða. Að vísu halda menn fyrst um sinn að barnamorðingi gangi laus í borginni þar sem krakkarnir á götunum virðast vera að týna tölunni smátt og smátt. Hinn hnarreisti Halldór Júbelíum, nýútskrifaður íslenskur læknir frá konunglega há- skólanum, óttast því síður morðingjann enda ekkert barn og leyfir sér að vera úti eftir myrkur. Halldór veit hins vegar ekki, ekkert frekar en lesandi á þessu stigi, að engin barnamorð hafa átt sér stað. Ástæðan fyrir hvarfi götukrakkanna er síður en svo ógeðfelld en líkt og kemur fram seint í sögunni starfar góðhjartað fólk við að bjarga þeim af götunum. Má reyndar túlka þennan þráð verksins sem dæmi um það hvernig raðmorðingjaógnin er stundum blásin út, úlfaldi gerður úr mýflugu eins og sagnfræðingurinn Philip Jenkins ræðir meðal annars í bók sinni Using murder. The Social Construction of Serial Homicide (1991) þar sem rað- morðingjafárið (e. serial killer panic) í Bandaríkjunum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar er tekið til skoðunar.50 Seinna í sögunni er þessi tilhneiging manna 48 Enzo Yaksic, Killer Data. Modern Perspectives on Serial Murder, bls. 1–3. 49 Í þessu samhengi mætti nefna glæpi bandaríska morðingjans Ted Kaczynski sem dæmi um þetta en hann sendi bréfasprengjur á ýmsa velmegandi borgara, einnig háskóla og flugfélög og tókst að myrða þrjá einstaklinga. Kallaði hann eftir niðurrifi nútímaiðn- samfélagsins og fékk manifestó sitt birt í The Washington Post árið 1995 en var handtekinn stuttu síðar. Leitin að honum var sú dýrasta í sögu bandarísku alríkislögreglunnar á sín- um tíma. Sjá „The Unabomber“, FBI: Federal Bureau of Investigation, sótt 23. maí 2023 af https://www.fbi.gov/history/famous-cases/unabomber. Theodore John Kaczynski, Industrial Society And Its Future, Westminster, Colarado: PubHouseBooks, 2018. 50 Sjá Philip Jenkins, Using Murder. The Social Construction of Serial Homicide, bls. 21–22.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.