Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 95

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 95
STEINDóR J. ERLINGSSON 100 mannsins sem fékk „einn þumlung af blýi í / brjótkassann“.4 Til að byrja með voru áhrif þess einungis bundin við ákveðinn óskilgreindan stað í heilanum, en eftir því sem árunum fleytti fram virðast fleiri staðir í líkamanum hafa orðið fyrir áhrifum þess. Eftir að ólyfjan illskunnar varð varanlegur hluti tilveru minnar hefur það svæði heilans sem stjórnar lífsviljanum vart borið sitt barr. Afleiðingin er skelfileg, enda hef ég hugleitt sjálfsvíg með einum eða öðrum hætti nánast öll fullorðinsárin. Dauðahvötin hryllilega hefur haft margvísleg neikvæð áhrif á líf mitt, til að mynda skemmt getu mína smátt og smátt til þess að eiga í mann- legum samskiptum. Þegar þungur baggi dauðahvatarinnar er hafður í huga þarf ekki að koma á óvart að ég gluggi endrum og sinnum í Víti Dantes Alighieri (1265–1321).5 Í þessum stórbrotna ljóðabálki lýsir Dante ferð sinni niður níu bauga vítis og varpar um leið ljósi á stjórnmálaástandið í fæðingarborg sinni Flórens. Þrátt fyrir myndrænar lýsingar skáldsins á umhverfi vítis telur rússneska (sovéska) ljóðskáldið Osip Mandelstam (1891–1938) rangt að horfa á það sótsvarta sem efnislegan stað. Þessu heldur hann fram í magnaðri ritgerð um hugmyndaheim Ítalans þar sem segir að „víti innihaldi ekkert, og sé án rúmtaks, líkt og farsótt, smitandi sjúk- dómur“.6 Sama á við um sjálfsvígshuganirnar sem herja á mig. Þær eru án rýmdar en líkt og í bók Dantes eru þær stundum uppspretta harmrænnar atburðarásar þegar rýmislausu hugsanirnar raungerast í lífshættulegri atburðarás í daglegu lífi. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til þess að draga úr áhrifum dauðahvatarinn- ar á líf mitt. Lengstum réð geðlæknisfræðin alfarið för, með litlum sem engum árangri.7 Læknarnir einblíndu því miður bara á eitrið sem streymir um líkamann en ekki ástæður þess að það barst inn í hann. Fyrir nokkrum árum varð loks breyting á þegar ég komst í samband við sálfræðing, sem sérhæfir sig í því að skilja innkomuleiðir eiturs illskunnar og hvernig hægt sé að draga úr áhrifum þess. Með aðstoð sálfræðingsins hefur mér tekist að lyfta Grettistaki og má færa rök fyrir því að hún hafi bjargað lífi mínu. 4 Marina Tsvetaeva, „Poem of the End“, Bride of Ice, Elaine Feinstein þýddi, Manchester: Carcanet Press, 2009, bls. 94–117, einkum bls. 102. 5 Dante Alighieri, Víti, Einar Thoroddsen þýddi og Jón Thoroddsen ritaði formála, Reykjavík: Guðrún útgáfufélag, 2018. 6 Osip Mandelstam, „Conversation about Dante“, Clarence Brown og Robert Huges þýddu, The Selected Poems of Osip Mandelstam, Clarence Brown og W. S. Merwin þýddu, New York: New York Review of Books, 1973, bls. 103–153, einkum bls. 142. Á fjórða áratugnum gekk Mandelstam alltaf með vasabrotsútgáfu Gleðileiksins guðdómlega á sér; sjá Nadezhda Man- delstam, Hope Against Hope, Max Hayward þýddi, London: Harwill Press, 1999, bls. 228. 7 Steindór J. Erlingsson, „Hugleiðing um áföll og sjálfsvígshugsanir“, Tímarit Máls og menningar 3/2015, bls. 4–17. Sjá einnig Steindór J. Erlingsson, „Glímir geðlæknisfræðin við hugmynda- fræðilega kreppu? Um vísindi og hagsmuni“, Tímarit félagsráðgjafa 5: 1/2011, bls. 5–14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.