Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 126
AldA Björk VAldimArsdóttir
„Draugar í skelinni“?
Rannsóknir Pauls Bloom á hugarstarfssemi,
siðferði og tilfinningum
Inngangur að þýðingu
Paul Bloom er sérfræðingur í sálfræði og hugrænum vísindum og gegnir prófess-
orsstöðu á því sviði við háskólann í Toronto og sem emeritus við Yale háskóla.
Rannsóknir hans snúa að miklu leyti að því hvernig tungumál, siðferði, trúar-
brögð, bókmenntir og listir móta börn og fullorðna sem félagsverur og hefur
hann skrifað sjö bækur og fjölda ritrýndra greina um efnið, meðal annars í tíma-
ritunum Nature og Science. Nýjasta bókin hans, þegar þetta er ritað, kom út 2023
og heitir Psych: The Story of the Human Mind.
Í Psych greinir Bloom hugarstarfsemina og tekst á við flóknar spurningar um
mennskuna, hvernig hugur okkar virkar, hvernig hann hefur þróast og um tengsl
gena, menningar og einstaklingsbundinnar reynslu. Einnig varpar hann fram
áleitnum spurningum um frjálsan vilja, siðferðilega ábyrgð okkar og hversu lítið
við vitum í raun um meðvitund okkar og valkostina sem við stöndum frammi
fyrir hverju sinni.1 Að sama skapi ræðir hann hugmyndir okkar um hugarstarf-
semina og tengslin á milli vélvæðingar og hugsunar og spyr hvort við séum þegar
öllu er á botninn hvolft ekkert meira en flóknar vélar. Hvernig hugsum við um
líkamann? „Erum við íbúar í honum?“ eða „draugar í skelinni“ svo vitnað sé í
verk japanska manga listamannsins Masamune Shirow.2 Bloom lýsir því hvar
1 Paul Bloom, Psych. The Story of the Human Mind, New York: HarperCollins, 2023, epub
bók, 1%.
2 Manga teiknimyndasaga Masamune Shirow ber undirtitilinn Ghosts in the Shell og kom út
í Japan 1989 til 1990. Kvikmynd sem vinnur með upprunalegu söguna kom út 1995 og
framhaldsmynd árið 2004, auk sjónvarpsþáttaraðar árið 2002.
Ritið
1. tbl. 23. árg. 2023 (131-158)
Þýðing
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar og
höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.23.1.8
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).