Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 106
„ÞÚ ER ENN ÞÁ LIFANDI, ÞÚ ERT ENN EkkI EINN“
111
báðar fyrirfóru sér, og harmrænir tónar úr klarínettuverkinu Láttu mig deyja áður
en ég vakna eftir Salvatore Sciarrio (f. 1947).
*
Þegar ég opna augun er ég staddur á undarlegum og dimmum stað sem virðist
vera vitund mín. Þar kem ég auga á fjögur skáld, tvær konur og tvo karla, á
gangi. Í rökkri hugans rétt glittir í þau en umhverfis skáldin sveima orðin og
setningarnar úr bókum þeirra, glitrandi líkt og stjörnur á dimmri vetrarnótt,
sem breyta svartnætti tilveru minnar í kvöldhúm. Á meðan sól lífs míns er enn
djúpt handan sjóndeildarhringsins fylla tindrandi orð þeirra mig þakklæti og um
leið vaknar innra með mér veik von þess efnis að þau geti með tímanum hjálpað
Röðli upp úr dýpi Hadesar.
En á ég einhverja von? Þegar bergmál spurningarinnar tendra í skamma
stund glóþráðinn í tveimur einmana perum sem hanga á umkomulausum staur,
sem stendur skammt frá mér, sé ég skyndilega tvö skáldanna, Marínu Tsvétajeva
og Osip Mandelstam, faðmast innilega í uppbúnu rúmi og virðast endurtaka
skammlíft ástarsamband frá árinu 1916. Upp frá skáldunum streyma glitrandi
setningar ljóðanna sem Marína og Osip ortu hvort til annars þetta ár. Álengdar
standa Rainer Maria Rilke og Anna Akhmatova og horfi ég undrandi til skiptis
á þau og elskendurna. Rainer virðir atlotin einbeittur fyrir sér. Sýnin leysir úr
viðjum huga hans stórkostlegar lýsingar skáldsins á innilegri snertingu elskenda,
eins og þær birtast í öðru Dúínó-tregaljóðinu,33 ljóðabálknum magnaða, sem kalla
fram minningar um fyrstu kynni mín af eiginkonunni.
ólíkt Rainer virðist Anna eiga erfitt með að bera samlanda sína augum. Loks
tekst henni að gjóa þeim í átt að Marínu og Osip og sé ég tárin fossa niður hvarma
hennar. Harmræn örlög þeirra, sem nátengd eru grimmdarstjórn Stalíns, kveikja
greinilega sárar minningar innra með Önnu. Tilfinningarnar erfiðu tendra loks
stórkostlegasta sjónarspil sem ég hef augum litið. Út úr tárunum streyma ljóða-
bálkarnir ógleymanlegu, Sálumessa: Ljóð 1935–1940 og Ljóð án hetju, sem dansa líkt
og norðurljósin innan um tindrandi ljóð Rainers, Marínu og Osips. Í sömu mund
er líkt og hjarta Önnu opnist og út úr því liðast kvæðin tvö, dökkleit og lítt sýnileg,
sem hún orti um elskhugana eftir að þau höfðu gefið upp öndina.
Ekkert skáldanna virðist meðvitað um sjónarspilið sem ég hef fyrir augunum
og bælir niður dauðahvötina sem Eþíópíueitrið nærir innra með mér. En áður
en ég veit af gufa Anna og Rainer, ásamt ljóðlínum þeirra, bókstaflega upp. Nú
er ég því einn með elskhugunum sem liggja hreyfingarlausir í rúminu, líkt og
þau séu dáin. Það er því ekki að undra að bjarmi ljóða þeirra hverfur smátt og
33 Rainer Maria Rilke, Dúínó-tregaljóðin, kristján Árnason þýddi, Reykjavík: Bjartur, 1996.