Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 106

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 106
„ÞÚ ER ENN ÞÁ LIFANDI, ÞÚ ERT ENN EkkI EINN“ 111 báðar fyrirfóru sér, og harmrænir tónar úr klarínettuverkinu Láttu mig deyja áður en ég vakna eftir Salvatore Sciarrio (f. 1947). * Þegar ég opna augun er ég staddur á undarlegum og dimmum stað sem virðist vera vitund mín. Þar kem ég auga á fjögur skáld, tvær konur og tvo karla, á gangi. Í rökkri hugans rétt glittir í þau en umhverfis skáldin sveima orðin og setningarnar úr bókum þeirra, glitrandi líkt og stjörnur á dimmri vetrarnótt, sem breyta svartnætti tilveru minnar í kvöldhúm. Á meðan sól lífs míns er enn djúpt handan sjóndeildarhringsins fylla tindrandi orð þeirra mig þakklæti og um leið vaknar innra með mér veik von þess efnis að þau geti með tímanum hjálpað Röðli upp úr dýpi Hadesar. En á ég einhverja von? Þegar bergmál spurningarinnar tendra í skamma stund glóþráðinn í tveimur einmana perum sem hanga á umkomulausum staur, sem stendur skammt frá mér, sé ég skyndilega tvö skáldanna, Marínu Tsvétajeva og Osip Mandelstam, faðmast innilega í uppbúnu rúmi og virðast endurtaka skammlíft ástarsamband frá árinu 1916. Upp frá skáldunum streyma glitrandi setningar ljóðanna sem Marína og Osip ortu hvort til annars þetta ár. Álengdar standa Rainer Maria Rilke og Anna Akhmatova og horfi ég undrandi til skiptis á þau og elskendurna. Rainer virðir atlotin einbeittur fyrir sér. Sýnin leysir úr viðjum huga hans stórkostlegar lýsingar skáldsins á innilegri snertingu elskenda, eins og þær birtast í öðru Dúínó-tregaljóðinu,33 ljóðabálknum magnaða, sem kalla fram minningar um fyrstu kynni mín af eiginkonunni. ólíkt Rainer virðist Anna eiga erfitt með að bera samlanda sína augum. Loks tekst henni að gjóa þeim í átt að Marínu og Osip og sé ég tárin fossa niður hvarma hennar. Harmræn örlög þeirra, sem nátengd eru grimmdarstjórn Stalíns, kveikja greinilega sárar minningar innra með Önnu. Tilfinningarnar erfiðu tendra loks stórkostlegasta sjónarspil sem ég hef augum litið. Út úr tárunum streyma ljóða- bálkarnir ógleymanlegu, Sálumessa: Ljóð 1935–1940 og Ljóð án hetju, sem dansa líkt og norðurljósin innan um tindrandi ljóð Rainers, Marínu og Osips. Í sömu mund er líkt og hjarta Önnu opnist og út úr því liðast kvæðin tvö, dökkleit og lítt sýnileg, sem hún orti um elskhugana eftir að þau höfðu gefið upp öndina. Ekkert skáldanna virðist meðvitað um sjónarspilið sem ég hef fyrir augunum og bælir niður dauðahvötina sem Eþíópíueitrið nærir innra með mér. En áður en ég veit af gufa Anna og Rainer, ásamt ljóðlínum þeirra, bókstaflega upp. Nú er ég því einn með elskhugunum sem liggja hreyfingarlausir í rúminu, líkt og þau séu dáin. Það er því ekki að undra að bjarmi ljóða þeirra hverfur smátt og 33 Rainer Maria Rilke, Dúínó-tregaljóðin, kristján Árnason þýddi, Reykjavík: Bjartur, 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.