Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 70
KVIðRISTARINN Í KAUPMANNAHÖFN
75
að nefna að einstaka morðingjar geta vel rúmast innan nokkurra mismunandi
flokka.
Íslenskt samfélag, raðmorð og bókmenntir
Eins og nefnt hefur verið eru raðmorð sjaldgæfur glæpur þótt sakamálaþættir,
-sögur og -kvikmyndir gefi mögulega annað til kynna og mörg slík morð framin
fyrir augum áhorfenda og lesenda á hverju kvöldi um allan heim. Í fjölmennum
ríkjum eins og Bandaríkjunum þar sem sirka 336 milljónir búa hefur þessi af-
brotahegðun einna mest verið rannsökuð og sett fram sú tilgáta að um þrjú
hundruð raðmorðingjar séu þar virkir á hverjum tíma. Þá er talið að þeim
fækki stöðugt vegna breyttra skilyrða í samtímanum, farsíma- og samfélags-
miðlanotkunar, eftirlitsmyndavéla og eins kunnáttu lögreglunnar við að fanga
þá.24 Þótt talan megi virðast há eru raðmorðingjar þó einungis 0.000091 prósent
af bandarísku þjóðinni samkvæmt henni. Sé hlutfallið sett í íslenskt samhengi
verður líka samstundis ljóst að enginn slíkur leynist hér á landi þar sem íbúa-
fjöldinn er rétt undir 400 þúsundum þegar þetta er skrifað. Þar að auki er tíðni
morða á hverja 100 þúsund íbúa mun lægri hérlendis en í Bandaríkjunum en
samkvæmt Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðingi hafa einungis tvö morð
verið framin árlega hér á landi að meðaltali síðustu þrjátíu árin.25 Hafa þau
nær öll verið „dæmigerð íslensk morð“ svo notað sé heldur groddalegt tungutak
rannsóknarlögreglumannsins Sigurðar Óla úr glæpasögunni Mýrinni (2000) eftir
Arnald Indriðason, ýmist ástríðuglæpir eða mál tengd fíkniefnum: „Subbul[eg],
tilgangsla[us] og fram[in] án þess að gerð sé tilraun til þess að leyna þ[eim],
breyta verksummerkjum eða fela sönnunargögn.“26
Þá vottar geðshræringin og þjóðarsorgin sem fylgdi í kjölfar þess að hin tvítuga
Birna Brjánsdóttir fannst myrt í janúar 2017 af manni sem var henni ókunnugur
um óraunveruleika slíkra glæpa hér á landi. Málið sló þjóðina sem fylgdist agn-
dofa með framvindu þess en Birna hvarf skyndilega úr miðbæ Reykjavíkur og
fannst látin rúmri viku síðar við Selvogsvita í Ölfusi. Líkt og afbrotafræðingarnir
Helgi Skúlason og Francis Pakes segja í grein um glæpinn þá hefði hann líklegast
Behavior 1/2014, bls 1–11, hér bls. 9.
24 Gary Rodgers, „How to Avoid Being Murdered by a Serial Killer“, HuffPost, 3. desember
2016, sótt 16. apríl 2023 af https://www.huffpost.com/entry/how-to-avoid-being-mur-
der_b_8707446. Sjá einnig hjá Laurence Miller, „Serial killer. I. Subtypes, pattern, and
motives“, bls. 3.
25 Arnar Björnsson, „Tvö manndráp að meðaltali á ári síðastliðin 30 ár“.
26 Arnaldur Indriðason, Mýrin, Reykjavík: Vaka Helgafell, 2000, bls. 12.