Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 44

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 44
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“ 49 brattri hæð“ (7). Nafnið á blokkinni vísar til rökkurs eða hálfdimmrar nætur, húm, og sömuleiðis til landsvæðis sem gjarnan er umlukið fjallgörðum, dalir.36 Húm- dalir geta því vakið upp hugrenningatengsl við myrkur, enda verða hræðilegir atburðir gjarnan að veruleika í skjóli nætur. Sömuleiðis vísar nafn blokkarinnar til innilokunar þar sem steypuveggir hennar afmarka svæði sögupersónanna og loka þær inni líkt og fjöll sem umlykja dali. Blokkin Húmdalir er nánast manngerð og gefur innilokun íbúanna það enn frekar til kynna; „ellefu hæða skeifa sem vafði breiðum steypuörmum sínum um útivistarsvæði“, „[k]jaftur blokkarskeifunnar sneri að fjöllunum“, „[a]rmar blokkarinnar veittu dágóða vörn gegn vindinum“ og „runnarnir á múrnum […] misstu laufblöð sín og stóðu vörð í mistrinu, berir og renglulegir með þyrnóttum kvistum“ (7–8).37 Framsetning sögusviðsins er óvenjuleg og minnir blokkin helst á einhvers konar fangavörð sem innilokar þær „níu hundruð sálir“ (7) sem þar búa. ekki verður hún frýnilegri þegar börnin uppgötva að skrímslið og blokkin hafa sameinast eins og hér kemur fram: Það var eins og öll blokkin væri veik, með einhvers konar smitsjúkdóm, hlaupabólu eða mislinga. Hún var öll þakin stórum, svörtum blettum sem hreyfðust, iðuðu og þöndust út, skruppu saman aftur og virtust fljóta út úr steypunni eins og gufukennd þoka. […] Og svo heyrði [Brynja] hjartsláttinn. Hann var lágvær í fyrstu en hækkaði fljótt þangað til hann bergmálaði í eyrum hennar, magnþrunginn og dynj- andi. Hljóðið var samstiga útþenslunni á stóra blettinum, líkt og inni í honum væri hjarta sem slægi taktfast og örugglega fyrir alla blokkina, eins og blokkin væri lifandi. Brynja hafði aldrei fundið til eins mikils ótta á ævinni, ekki einu sinni þegar hún var að kljást við náttskrímslið um nóttina. Þetta var eins og að uppgötva að maður stæði við hliðina 36 Samkvæmt Sigrúnu Margréti Guðmundsdóttur vísa titlar hryllingssagna gjarnan til reimleikahússins sem gefur því meira vægi en ella. Hún tekur sem dæmi Haunting of Hill House (1959) eftir Shirley Jackson og The House Next Door (1987) eftir Anne Rivers Sid- dons. Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, „Tveggja hæða hús á besta stað í bænum“, bls. 137. Annað dæmi um þetta er að finna í íslensku kvikmyndinni Rökkur (2017) sem Sigrún Margrét hefur tekið til greiningar þar sem hún segir nafn sumarbústaðarins, sem titill kvikmyndarinnar vísar til, gefa til kynna að þar sé myrkur komið inn. Sigrún Margrét Guðmundsdóttir „„Hann er bara á vondum stað“. Reimleikahús í kvikmyndinni Rökkri eftir erling óttar Thoroddsen“, Ritið 1/2019, bls. 101–136, hér bls. 131. Fleiri slík dæmi eru til að mynda skáldsagan Slade House (2015) eftir Dave Mitchell og sjónvarpsþátta- serían The Haunting of Bly Manor (2020) úr smiðju Mike Flanagan. 37 Hér má finna aðra vísun í þyrnirunnana sem vekja upp hugrenningatengsl við ævintýrið um svefnríki Þyrnirósar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.