Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 47
SuNNA DÍS JeNSDóTTIR
52
að fórnarkostnaðinum sem hún felur í sér.48 Slík frásagnartækni er sérlega áber-
andi í undirgrein bandarísku hefðarinnar, úthverfagotnesku (e. suburban gothic),
þar sem tekist er á við úthverfavæðingu í bandarískum borgum og þann vanda
sem hún hefur haft í för með sér. Stíllinn í þessum sögum er uppfullur af and-
stæðum þar sem úthverfadraumurinn og úthverfamartröðin mætast. Söguum-
hverfið lofar heimilislegu yfirborði sæluríkis en undir niðri kraumar óhamingja
og innilokun sem ásótt er af hinum duldu hættum sem standa nær en þær virðast.
Hversdagslegt úthverfið er gert grunsamlegt í frásögnum úthverfagotneskunnar
og í bakgrunni má finna óttann við skelfileg leyndarmál íbúanna. Nágranninn
eða eigin fjölskyldumeðlimur eru þeir sem sögupersónum stendur mesta ógnin
af og yfirleitt eru ungmenni eða börn í mestri hættu. Ókennileiki sagnanna felst
í því að hryllingurinn leynist heima fyrir og því tengist reimleikahúsið þessari
frásagnaraðferð sterkum böndum.49
Þræði úthverfagotnesku má finna í sögunni um börnin í blokkinni Húmdöl-
um sem stendur í útjaðri borgar söguheimsins og endurspeglar samfélagslegan
vanda í raunheimi. Blokkin er þó í andstöðu við hið hefðbundna reimleikahús
bandarísku hefðarinnar sem vanalega er reisulegt einbýlishús sem sögupersónur
kaupa á verði sem reynist vera of gott til að vera satt og felur í sér dulinn fórnar-
kostnað. Húmdalir er gríðarstórt fjölbýlishús og gefið er til kynna að leigan
sé ódýrari þar en annars staðar, og ekki að ástæðulausu. Þar hírast alls konar
íbúar, sem sumir eru ekki álitlegir nágrannar, og alls kyns vanda má finna inni
á heimilum barnanna sem sagan hverfist um; heimilisofbeldi, vanrækslu, alkó-
hólisma, atvinnuleysi, lítil fjárráð og andleg veikindi. Líkt og í hinum bandarísku
frásögnum virðist útlit blokkarinnar hversdagslegt og meira að segja líflegt með
öllum þeim fjölda barna sem leika sér á leikvöllunum í kring en inni í íbúðunum
á misferlið og óhugnaðurinn sér stað.
Arkitektúr reimleikahúsa hefur þróast í takt við breytingar á hönnun híbýla í
samtímanum.50 Því vekur nútímalegur stíll Húmdala í sambland við drungalegt
yfirbragðið upp ókennileikatilfinningu þar sem ásýnd blokkarinnar er kunnug-
leg, en samt ekki, og gerir kunnugleikinn reimleikahúsið enn dularfyllra.51 Húm-
dalir er þó ekkert venjulegt fjölbýlishús og vekur ótrúleg stærðin og hinn mikli
48 Sama rit, bls. 63.
49 Bernice M. Murphy, The Suburban Gothic in American Popular Culture, London: Palgrave
Macmillan, 2009, bls. 2–3. Skáldsagan The Stepford Wives (1972) eftir Ira Levin er gott
dæmi um frásögn í anda úthverfagotnesku. Sömuleiðis má nefna kvikmyndir á borð við
Poltergeist (1982) og Us (2019).
50 Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, „Hann er bara á vondum stað“, bls. 102.
51 Barry Curtis, Dark Places, bls. 11.