Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 29

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 29
VERA KnÚTSDóTTIR 34 sögupersónu en af allt annarri gerð en hin passífa Katrín í Ég man þig; hún er drifin áfram af gagnrýnni hugsun og sannleiksleit, leitast við að uppræta draugagang- inn og leita svara. Þannig sker hún sig úr fjöldanum sem haldinn er nostalgískri þrá eftir fortíðinni, góðæristímanum fyrir hrun, og leitast við að stefna þangað, sama hvað. Skortur á gagnrýnni hugsun og nostalgísk þrá eftir fyrri góðæristímum birtist því sem undirliggjandi þema í báðum hrunskáldsögunum. Ef til vill er ekki hægt að greina ákveðið aðgerðarleysi hjá sögupersónum hrollvekjunnar en aðgerðirnar snúa ekki að því að takast á við vandann sem liggur að baki ímynd- arsköpun sem byggir á blekkingu, lygum og sýndarveruleika, heldur stýrast af þránni til að hverfa aftur til fyrri tíma og græða peninga hvað sem það kostar. Að vissu leyti stýrast aðgerðir sögupersónanna af nostalgíu sem skapar örvæntingu og ofsahræðslu og fær þær til að fremja voðaverk.68 Aðalsögupersónan Jenna er ef til vill ekki haldin þessari nostalgísku þrá, en fyrri hluti verksins sýnir hvernig hún er á flótta undan veruleikanum og leitast við að breiða yfir hann. Eftir lát yngri systur hennar, neyðist hún aftur á móti til að horfast í augu við vandann, viður- kenna hann, en hvort hún nái að uppræta hann er önnur saga. Lokaorð: Fagurfræði fjármálahruns, sorg og melankólía Í báðum verkunum sem hér hefur verið fjallað um er ókennilegum stefjum fléttað saman við umræðu um sorg og sorgarviðbrögð. Þá eru sögupersónur verkanna allar að ganga í gegnum einhvers konar sorgarferli; Líf, vinkonan í Ég man þig, syrgir látinn eiginmann, þó sú sorg risti ekki djúpt, en hjónin Katrín og Garðar syrgja sitt fyrra líf sem einkenndist af efnahagslegum stöðugleika og þægindum. Þá má einnig greina hvernig Garðar syrgir fyrri stöðu, ímynd og sjálfsmynd sem hann missti við bankahrunið. Sorgarþemað er enn meira áberandi í sögunni sem sögð er samhliða af sálfræðingnum Frey þar sem niðurbæld sorgin orsakar draugagang með mjög skýrum hætti. fjölskyldusagan Hvítfeld hefst á dauðsfalli sem gerir það að verkum að frásögnin sem fylgir er öll lituð af sorg, sorgarvið- brögðum og sögupersónum sem reyna að takast á við sorgina, en með ólíkum aðferðum. Þetta kemur ef til vill skýrast fram í sögunni af Jennu sem talar um 68 Hér beiti ég hugtakinu nostalgíu á neikvæðan hátt, með neikvæðum formerkjum, sem slæm, sjúkleg (e. pathological) nostalgía. Eins og Svetlana Boym bendir á í bókinni Future of Nostalgia er hugtakið ekki einfalt, en hún greinir enn fremur á milli tveggja tegunda af nostalgíu: reflective nostalgia og restorative. Sú fyrri lýsir því hvernig þráin eftir fortíð skapar löngun til að takast á við söguna með gagnrýnu hugarfari á meðan sú síðari lýsir því hvernig fólk þráir að hverfa aftur til fyrri tíma, lítur fortíðina rómantískum augum og gagnrýnislaust. Síðari tegundin á við um hinar dæmigerðu eftir-hrun-sögupersónur, til dæmis Garðar og Jennu á meðan hún er ennþá að spinna lygavefi. Sjá Svetlana Boym, The Future of Nostalgia, new York: Basic Books, 2001, bls. xviii.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.