Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 17
VERA KnÚTSDóTTIR
22
gjaldþrota í upphafi sögunnar og hans vegna eru þau komin lengst á útnára
um hávetur í það vonlausa verkefni að gera upp gamalt ónýtt hús sem reynist
svo vera reimt og ásótt af hættulegum draugi. Eins og áður hefur komið fram
er Garðar fyrrum bankamaður sem missti vinnuna og varð atvinnulaus við fall
íslensku bankanna. Tengsl hans við íslensku bankastrákana og hugmyndina
um útrásarvíkinginn eru því nokkuð augljós. Staða Garðars í sögunni minnir
á hvernig merking orðsins „útrásarvíkingur“ breyttist úr hinu mesta hrósyrði
yfir í skammaryrði á nánast einni nóttu við fall íslensku bankanna þegar fram-
varðarsveit góðærisins var umsvifalaust kennt um efnahagshrunið.49 Sú um-
breyting endurspeglar ímyndarkrísu, en auk þess að eiga við fjármálaerfiðleika
að stríða, er Garðar að ganga í gegnum sjálfsmyndarkreppu; eftir glæstan at-
vinnuferil í íslensku bankakerfi, sem lauk á nokkrum augnablikum, hefur hann
misst stöðu sína í kapítalísku kerfi nútímans, og er óviss um hvernig hann eigi
nú að skilgreina sjálfan sig út frá viðmiðum þess og gildum. Garðar er valdhafi
fjölskyldunnar, sá sem stýrir skútunni og hefur yfirhöndina í hjónabandinu, en
það valdamisræmi og ójafnvægi verður enn augljósara ef sögupersónan Katrín
er greind betur og hennar staða í sögunni. Katrín er á vissan hátt sakleysinginn í
sögunni, sú sem vill öllum vel og trúir engu slæmu, en staða hennar sem barna-
kennari ýtir undir þá greiningu. Hún er passíf í sambandi sínu við Garðar, leyfir
honum að fara með sig á útnára um hávetur til að bjarga fjárhagnum og finna
lausn á þeim vandamálum sem hann kom þeim í:
Þau voru hársbreidd frá því að verða gjaldþrota, allir peningarnir
sem Garðar hafði sankað að sér í verðbréfaviðskiptum horfnir í formi
verðlausra hlutabréfa og eftir sátu skuldirnar einar. Í raun voru þau víst
tæknilega gjaldþrota, en bankakerfið hélt þeim á floti með einhverjum
trixum sem Katrín fékk ekki af sér að kynna sér í þaula heldur lét
Garðar um að annast. (56)
Í upphafi sögunnar ræðir Katrín ítrekað efasemdir sínar um verkefnið og að hún
beinlínis óttist það að ferðast til svo afskekkts staðar um hávetur, án þess þó að
mótmæla eiginmanni sínum og hætta við ferðina: „Hún hafði aldrei verið eins
49 Í bókinni Crunch Lit frá árinu 2015 greinir Katy Shaw hversu þýðingarmikil sagan af ís-
lensku útrásarvíkingunum er í alþjóðlegu samhengi, því hún veitti stjórnmálaútskýrendum
ákveðinn lykil til að túlka eða útskýra atburði efnahagshrunsins: „The story of the expan-
sion Vikings is significant, because this narrative was adopted by many political and
media commentators as part of their attempts to explain the reasons behind, events
during and consequences of the 2007-8 financial crash.“ Katy Shaw, Crunch Lit, London:
Bloomsbury 2015, bls. 92.