Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 58
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“
63
viðeigandi þar sem hann reynist sjálfur vera úlfur í sauðargæru. Að lestri loknum
sýnir hann sitt rétta andlit og reynir að misnota eydísi kynferðislega:
eydís barðist um en þá greip hann um handleggi hennar og þrýsti
þeim niður í dýnuna, velti sér síðan ofan á hana og hélt henni pikk-
fastri, rak hnéð á milli fóta hennar og settist upp. Hún æpti en hann
greip yfir munn hennar og kæfði öskrið. „Vertu bara stillt,“ tautaði
hann móður. Andlitið var afmyndað í ljóta geiflu og það var einhver
tómlegur æsingsglampi í augunum. „Vertu bara stillt og góð og þá
verður þetta bráðum búið, þetta tekur enga stund … vertu … vertu
stillt, fjandinn hafi það!“ (240).
Stúlkan er þó ekki nein Rauðhetta sem þarf veiðimann sér til bjargar enda hefur
hún líkt og mörg önnur börn í blokkinni öðlast yfirnáttúrulega krafta. Í raun
minnir hún meira á aðalpersónuna í ævintýrinu um Garðabrúðu, líkt og gefið er
til kynna snemma í frásögninni þegar eydís dáist að eigin síða og ljósa hári (42).
Garðabrúða er þekkt fyrir hárprýði sína sem hún notar til þess að hleypa fólki
upp í turninn þar sem hún er innilokuð.74 Í ævintýrinu er það græðgi óléttrar
móður stúlkunnar í jurtina garðabrúðu sem verður til þess að faðirinn gefur
norn loforð um að ófætt barn þeirra verði hennar.75 Garðabrúða endar því á
valdi nornarinnar sem lokar hana inni og gengur henni í móðurstað. Móðurleg
ást hennar þrýtur þó hratt þegar hún kemst að leynilegu ástarsambandi Garða-
brúðu við prins sem hefur gert hana barnshafandi. Í hefndarskyni gerir nornin
Garðabrúðu brottræka og lokkar prinsinn upp í turninn til þess að hrinda hon-
um aftur niður. Við fallið lendir hann í þyrnirunna, þyrnarnir stingast í augu
hans og blinda hann.76
Í sögunni af eydísi tekur blokkin sér stöðu turnsins úr ævintýrinu og skilur
móðir hennar hana þar eftir varnarlausa. Ragnar er enginn prins en hann hefur
þóst ganga henni í föðurstað, líkt og nornin gerir gagnvart stúlkunni, og gert
hana berskjaldaða með því að hylja sitt rétta eðli og blindað alla aðra. Í ævin-
týrinu einangrar brottrekstur Garðabrúðu hana frá einu manneskjunni sem elsk-
ar hana, prinsinum, og veldur henni miklum erfiðleikum.77 Þjáningar hennar
74 Í ævintýrinu kemur fram að Garðabrúða er með yndisfrítt hár, sem líkt er við fínofna
gullþræði og liti þeirra. Philip Pullman, „Rapunzel“, Grimm Tales. For Young and Old,
London: Penguin Group, 2013, bls. 58–64, hér bls. 60.
75 Sama rit, bls. 58–59.
76 Sama rit, bls. 61–62.
77 Í ævintýrinu kemur fram að nornin sendir Garðabrúðu á óræðan stað þar sem hún fæðir
tvíbura í heiminn og þolir miklar þjáningar, lifir við fátækt og heimilisleysi. „Þau [Garða-