Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 158

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 158
„HAnDAn VIð lÍFIð BÍðuR EkkERT, EkkERT“ 163 Hér viðrar skáldið raunverulegan og djúpstæðan efa um tilveru að þessu lífi loknu. Efinn sem kemur fram rúmar þó þá von að vininum verði að trú sinni hver svo sem raunin verði um skáldið sjálft. Á grundvelli þessa ljóðs má varpa fram spurningu um hvort Hannes Pétursson sé öðru fremur skáld efans og hvað það feli þá í sér. Hér á eftir verður fjallað um dauðann eins og hann birtist í ljóðum Hannesar Péturssonar. Fyrst verður vikið að ljóðum þar sem litið er á dauðann sem algjör endalok alls en síðar þeim sem bregða upp öðrum sjónarhornum á hann. Að því loknu verður fengist við nokkur þemu sem lúta að trúnni: spurningum um jarð- neska tilveru og opinberun leyndardóms að baki hennar, sem og efa gagnvart leyndardóminum en jafnframt djúpstætt öryggi mitt í efanum en færa má rök að því að glíma við fyrirbæri á borð við þessi sé trúarleg. Í upphafi verður því leitast við að kanna hvað felist í þessu margræða lýsingarorði. Hvað er „trúarlegt“? Í upphafi áttunda áratugar liðinnar aldar var gefið út kver undir heitinu Trúar- leg ljóð ungra skálda. Hannes Pétursson átti flest ljóð eða átta af alls 40 ljóðum. Hann var í hópi elstu skáldanna og var rúmlega fertugur er bókin kom út. Líkt og afmörkunin á hópnum „ung skáld“ var greinilega teygjanleg er nokkuð óljóst hvað átt var við með „trúarleg ljóð“. Erlendur Jónsson getur þess í formála að fæst ljóðanna í bókinni séu „[…] trúarljóð í venjulegum skilningi, heldur aðeins trúarleg, ekki rétttrúnaður heldur spurning, leit.“20 Þá getur hann þess að ekki sé um sálma að ræða og að ekki sé trúboð „predikað“ í neinu ljóðanna. Hins vegar komi „trúarefni“ fyrir í þeim öllum og telur þau „[…] jákvæð frá trúar- legu sjónarmiði.“21 Af þessum orðum má ráða að ritstjórarnir hafi gengið út frá óljósri skilgreiningu á hvað sé „trúarlegt“. Þá tengja þeir „hið trúarlega“ við spurningar og leit ekki síður en játningar eða kenningar og að spurningarnar þurfi ekki að snúast um guðdóminn í þröngum skilningi — að minnsta kosti ekki í skilningi einstakra trúarbragða — heldur geti beinst að lífsgátunni í víðtækasta skilningi. Þessi afmörkun á hvað felist í „hinu trúarlega“ hefur sína kosti sem eru einkum þeir að hún er víðfeðm og opin. „Hið trúarlega“ þarf ekki að fela í sér mótaða afstöðu og enn síður játningu eða kenningu um sérstök trúarleg málefni né heldur tengjast ákveðnum trúarbrögðum eða trúarbrögðum yfirleitt. Vegna þessara lausu tengsla við „trúarstofnunina“ og hefðbundna orðnotkun hennar 20 Erlendur Jónsson, „Formáli“, Trúarleg ljóð ungra skálda, Erlendur Jónsson og Jóhann Hjálmarsson völdu, Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1972, bls. 5–7, hér bls. 7. 21 Erlendur Jónsson, „Formáli“, bls. 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.