Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 91

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 91
MARTEINN KNARAN ÓMARSSON 96 Virgils. Þau fá samúð lesanda enda vart annað hægt þar sem óréttlætið í þeirra garð er geigvænlegt svo ekki sé meira sagt. Sögunni lýkur aftur á móti stuttu seinna og í þokkabót fremur Marie Louise sjálfsmorð sem bindur enda á morð- ölduna í Kaupmannahöfn. Virgill hverfur hins vegar út í myrkrið og sést ekki meir en mögulega heldur hann á ný mið. Lesandi myndar þannig ekki sterk tengsl við persónurnar og örlög þeirra í lokin rista hann fremur grunnt. Það er því ekki hægt að segja að hanskinn sé beinlíns tekinn upp fyrir morðingjunum eins og raunar er gert í Monster. Þó endar sagan á hátt sem vekur siðferðilega spurningu. Í póstlógus kemur fram að Finnur hefur hætt sem læknir á konung- lega spítalanum eftir raunir sínar og stofnað sérstakt úrræði fyrir kynlífsverka- konur og götubörn sem hann nefnir Kóperníku og skírskotar í Marie Louise sem „fyrir utan að drepa þetta fólk hefur [...] bara langað í eitt í lífinu. Að vera Kóperníka, konan hans Finns Kóperníkusar (381).“ Spyrja má hvaða þýðingu það hafi að nefna stofnunina eftir raðmorðingjanum? Í þessum síðasta hluta bókarinnar kemur fram að glæpir Marie og Virgils hafa verið gerðir almenningi opinberir og þau orðin þekkt. Nafngiftin er því töluverð viðurkenning á gjörðum þeirra sem gæti allt eins virkað sem hvatning fyrir aðra kúgaða einstaklinga sem nóg er af í borginni. En kannski er í lagi að drepa vont fólk, „dónakarla“ og sam- verkamenn þeirra? Niðurlag Í raun eru raðmorðingjar bara „ósköp hversdagslegir meðaljónar“ líkt og af- brotafræðingurinn Enzo Yaksic tekur til orða í riti sínu Killer Data.65 Í bókmennt- um og kvikmyndum er þó gjarnan öfugt farið en oft er um að ræða snillinga eða þjakaða listamenn þótt vissulega hafi átt sér stað þróun í raunsæislegri átt á síðustu árum. Verður það að teljast jákvætt því margt bendir til þess að af- brotamenn verði fyrir miklum áhrifum af þeim ímyndum sem dregnar er upp í bókmenntum og kvikmyndum. Þó má um leið spyrja hvers vegna sífellt sé verið að segja sögur af raðmorðingjum og veita þeim athygli. Fræðimenn hafa stungið upp á ýmsum svörum hvað það varðar en umfjöllun um þau væri efni í aðra grein. Skal látið duga að nefna að glæpurinn er sjaldgæfur, hegðunin afbrigðileg, hættuleg og ljóst að mannfólk hefur áhuga á slíku. Hátterni raðmorðingja og leynispil býður einnig upp á töluverða dramatík sem höfundar virðast eiga bágt með að láta kyrra liggja. Innlendir höfundar eru þar engin undantekning jafn- vel þótt hingað til hafi aðstæður á Íslandi síður boðið upp á frásagnir af rað- morðingjum. Eins setti raunsæiskrafan í sagnagerðinni og viðleitni lesenda í garð 65 Enzo Yaksic, Killer Data. Modern Perspectives on Serial Murder, bls. 1–3.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.