Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 148

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 148
SAMlÍðAN Og SAMKENND 153 spennt að hjálpa henni að taka til og sögðu eitthvað á þessa leið: „Ég skal hjálpa þér, ég skal halda á litlu ljósaperunni.“ Nýlegri sálfræðirannsóknir sýna, líkt og nefnt var í síðasta kafla, að smábörn aðstoða fullorðna við að ná í hlut sem er utan seilingar og opna hurð fyrir þá ef þeir eru með fangið fullt.49 Smábörnin gera þetta án hvatningar frá fullorðna fólkinu, meira að segja án augnsambands. Slík hegðun er aðdáunarverð, vegna þess að það að hjálpa líkt og að hugga, krefst ákveðinnar færni. Smábarnið þarf að átta sig á því að eitthvað sé að, það þarf að skilja hvað þurfi að gera til að laga, og það þarf að sýna nægan áhuga eða löngun til þess að leggja það á sig að hjálpa.50 Nú mun efahyggjumaður benda á að við vitum ekki hvers vegna hjálpin á sér stað. Þegar öllu er á botninn hvolft hjálpa fullorðnir oft án þess að það sé sam- kennd sem hvetji þá til þess. Einhver skjögrar með fangið fullt af bókum í átt að lokuðum dyrum og þú stekkur upp til þess að opna áður en hann segir eitt- hvað. Kveikjan að hegðuninni gæti verið ávani fremur en góðmennska, líkt og þegar maður segir ósjálfrátt „guð hjálpi þér“ þegar einhver hnerrar. Eða kannski hafa smábörn gaman af því að hjálpa án þess að þykja vænt um þann sem er hjálpað. Ef fullorðinn teygir sig í eitthvað sem hann nær ekki í og smábarnið réttir hlutinn þá gætu verðlaunin verið ánægjublossinn sem þau finna þegar búið er að leysa vandmálið. Eða kannski er hjálpsemi barnsins ekki bundin hamingju fullorðna fólksins heldur velþóknun þeirra. Þegar börnin reyna að aðstoða þá finnst okkur þau vera dásamleg.51 Kannski það sé aðalatriðið, að hjálp þeirra sé aðlögunaratferli sem sé hannað til þess að vekja upp kærleika hjá þeim sem annast þau, sambærilegt við líkamlegan þokka þeirra, stóru augun og bollulegar kinnar. En vísindamenn hafa vísbendingar sem benda til þess að hvatningin til þess að hjálpa felist – að minnsta kosti hjá eldri börnum – í raun og veru í ósvikinni væntumþykju gagnvart öðrum. Samstarfsmenn mínir, Alia Martin og Kristina Olson, gerðu rannsókn þar sem fullorðinn einstaklingur lék sér við þriggja ára 49 Feliz Warneken og Michael Tomasello, „Altruistic Helping in Human Infants and Yo- ung Chimpanzees“, Science 311/2006, bls. 1301–1303; Feliz Warneken og Michael Tom- asello, „Helping and Cooperation at 14 Months of Age“, Infancy 11/2007, bls. 271–294. Sjá nánar Michael Tomasello, Why We Cooperate, Cambridge, MA: MIT Press, 2009. 50 Kristen A. Dunfield, Valerie A. Kuhlmeier, Laura O’Connell, og Elizabeth Kelley, „Examining the Diversity of Prosocial Behavior. Helping, Sharing, and Comforting in Infancy“, Infancy 16/2011, bls. 227–247. 51 Karen Wynn, „Constraints on Natural Altruism“, British Journal of Psychology 100/2009, bls. 481–485.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.