Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 116

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 116
IllSkaN Í ÍSlENSkuM MIðalDaBÓkMENNTuM 121 heldur skýrir ekki – hverjir þeir voru: „Þeir váru þá báðir dauðir ok hǫfðu verit in mestu illmenni“.8 Eins og hefur verið bent á kann hér að vera á ferð tilvísun til Þórðar kroppinskegga og kols sem frá er sagt í Landnámabók.9 Í öllu falli er hér verið að vísa til drauga og varla er tilviljun að þessir draugar hafi verið hin mestu illmenni í lifanda lífi því að miðaldahugsunin virðist vera sú að samræmi ríki milli samfélagsins og handanheima. Illskan var íslenskum miðaldahöfundum hugleikin sem meðal annars sést á því að orðin illur og illska eru býsna algeng í varðveittum íslenskum miðalda- ritum, þó misalgeng eftir bókmenntategundum. allmörg dæmin eru þannig úr ritum sem tengjast kristinni trú og guðfræði en dæmin eru færri í Íslendinga- sögum. Brennu-Njáls saga sker sig þar þó úr sem ef til vill veitir vísbendingu um kirkjulegan uppruna höfundar. Rétt er að geta þess að orðið hefur ýmsar merk- ingar og sumar guðfræðilegri en aðrar. Þannig er talað um lesti og illskur í Um kostu og löstu eftir Alkvín,10 og hefur þá illskan siðferðislegt inntak. En illska getur einnig merkt fæð eða óvinarhug (grimmd og illska til einhvers) eða einfaldlega það sem er lélegt (illt vor, illt til matar). Hvað á túlkandinn að gera þegar til- tekið orð nær yfir þrjú mismunandi ástönd? Eru tengsl milli merkingarsviðanna? Stundum virðast þau blasa við. Ég hef bent á að það sé varla tilviljun að orðið forneskja táknar bæði galdra, heiðinn sið og fortíðina.11 Eins má velta fyrir sér hvort notkun sama orðs fyrir það sem er vont að upplagi eða hitt sem er lélegt og smátt sé tilviljun. Hafa Íslendingar löngum álitið að illskan sé fyrst og fremst skortur á góðu? Sú hugsun var mjög í anda kristinnar trúar á miðöldum og var tjáð snemma af Boethius í Huggun heimspekinnar sem varð víðfræg um alla Evrópu og kann jafnvel að hafa haft áhrif á Íslandi. Í Lilju Eysteins munks frá miðri 14. öld er greint frá uppruna illskunnar. Í 7. vísu er kynntur til sögu engill nokkur „mektarfullur, er af bar öllum“ og er „skapaðr góðr ok skein í prýði“ en í 8. og 9. vísu spillist hann af „ofbeldi“ og „fúlum metnaði“ og sekkur að lokum niður í dýpið þar sem helvíti er nú.12 Hug- myndin um illskuna sem gallaða gæsku kemur allskýrt fram. Góð vera spillist og 8 Sama rit, bls. 406. 9 Sjá Matthías Þórðarson, „Hvað Snorri goði sagði: Tvær athugasemdir við 145. kap. í Njáls sögu“, Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1920, bls. 8–13. 10 Þrjár þýðingar lærðar frá miðöldum, Gunnar Ágúst Harðarson bjó til prentunar, Reykjavík: Bókmenntafélagið, 1989. 11 „The magical past. The term forneskja and the Christianization of Iceland in 13th and 14th century historical writing“, Filologia Germanica 13, special issue: Magia e testi nelle tradi- zioni germaniche medievali, 2021, bls. 1–21. 12 lilja, útgefandi Martin Chase, Poetry on Christian Subjects. Skaldic Poetry of the Scand- inavian Middle ages 7. Turnhout, bls. 569–572.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.