Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 133

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 133
AlDA BJöRK VAlDIMARSDóTTIR 138 dæmis því að hjálpa ókunnugum með því að gefa þeim peninga, tíma eða blóð- gjöf. Slík hegðun er talin vera siðleg. Siðferðilegar spurningar takast því í senn á við hörkulega þætti sem varða dóma en einnig þá sem varða mýkt og óeigingirni líkt og „rausnarskap, mannleika, samkennd, gagnkvæma vináttu og virðingu, félagslega og velviljaða væntumþykju.“29 Bloom segir að frá þróunarsjónarmiði borgi sig fyrir okkur að vera góð hvert við annað. Okkur vegni mun betur þegar við vinnum saman, í veiðum, söfnun, barnapössun og þess háttar. Það sé því hagur allra að við hugsum hvert um ann- að. Adam Smith lagði áherslu á þetta langt á undan Darwin og segir alla með- limi mannlegs samfélags berskjaldaða fyrir skaða en þar sem nauðsynleg aðstoð sé veitt af ást, þakklæti og virðingu þá blómstri samfélagið og sé hamingjusamt.30 Bloom tekur undir viðhorf Adams Smith en leggur þó einnig ríka áherslu á að til þess að samfélag blómstri þá verði einstaklingarnir að láta það vera að misnota aðra. Þar sem gott fólk komi saman verði slæmur þegn að snáknum í garðinum, eða „niðurrifi innan frá“ (e. subversion from within) svo vitnað sé í þróun- arlíffræðinginn Richard Dawkins.31 En slíkur snákur fær það besta út úr báðum heimum, hann uppsker ávinninginn af samstarfi án þess að taka þátt í því. Það sé alveg rétt að heimurinn í heild sinni væri verr settur ef hin demónsku gen myndu ná að fjölga sér og breiðast út. En við þurfum að velta því fyrir okkur hvað komi í veg fyrir það að demónsk gen taki yfir í mannfjöldanum og að við sitjum ekki uppi með heim sem sé yfirfullur af siðblindingjum.32 Af ofangreindu er ljóst að rannsóknir Pauls Bloom eru fjölbreyttar og taka yfir stórt svið þótt vissulega sé fræðileg skörun á milli þeirra verka sem hann gefur út. Um er að ræða áhrifamikinn rannsakanda sem greinir þróun okkar, eðli, náttúru og siðferðiskennd og sækir í þeim tilgangi vítt og breitt í fræðin sem og skáldskap, kvikmyndir og aðra listsköpun til þess að rökstyðja kenningar sínar og gefa þeim vægi. 29 Bloom vitnar hér í Adam Smith, The Theory of Moral Sentiment, 1759, endurprentuð, law- rence, KS: Digireads.com, 2011, bls. 30. Sjá einnig Paul Bloom, Just Babies, bls. 13. 30 Bloom sækir tilvitnunina í Adam Smith í The Theory of Moral Sentiments, bls. 63. 31 Bloom sækir tilvitnunina í Richard Dawkings í The God Delusion, New York: Houghton, Mifflin, 2006, bls. 199. 32 Paul Bloom, Just Babies, bls. 17. Bloom vinnur einnig með kenningar Darwins í The Des- cent of Man um að hjörð sem samanstandi af einstaklingum sem séu tilbúnir til þess að fórna sér fyrir aðra meðlimi hjarðarinnar, sýni hollustu, óeigingirni, hugrekki og samúð, hafi ávinning fram yfir aðrar hjarðir. Meðlimir slíkra hjarða eigi því meiri möguleika á því að fjölga sér og koma genunum sínum á framfæri. Sjá Charles Darwin, The Descent of Man, and Selection in Relation to Sex, Princeton/New Jersey: Princeton University Press, 1981, bls. 166. Sjá einnig Alda Björk Valdimarsdóttir, „„Ég heyri það sem þú segir“. Samlíðan sem pólitísk og félagsleg stýring“, bls. 147.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.