Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 133
AlDA BJöRK VAlDIMARSDóTTIR
138
dæmis því að hjálpa ókunnugum með því að gefa þeim peninga, tíma eða blóð-
gjöf. Slík hegðun er talin vera siðleg. Siðferðilegar spurningar takast því í senn á
við hörkulega þætti sem varða dóma en einnig þá sem varða mýkt og óeigingirni
líkt og „rausnarskap, mannleika, samkennd, gagnkvæma vináttu og virðingu,
félagslega og velviljaða væntumþykju.“29
Bloom segir að frá þróunarsjónarmiði borgi sig fyrir okkur að vera góð hvert
við annað. Okkur vegni mun betur þegar við vinnum saman, í veiðum, söfnun,
barnapössun og þess háttar. Það sé því hagur allra að við hugsum hvert um ann-
að. Adam Smith lagði áherslu á þetta langt á undan Darwin og segir alla með-
limi mannlegs samfélags berskjaldaða fyrir skaða en þar sem nauðsynleg aðstoð
sé veitt af ást, þakklæti og virðingu þá blómstri samfélagið og sé hamingjusamt.30
Bloom tekur undir viðhorf Adams Smith en leggur þó einnig ríka áherslu
á að til þess að samfélag blómstri þá verði einstaklingarnir að láta það vera að
misnota aðra. Þar sem gott fólk komi saman verði slæmur þegn að snáknum í
garðinum, eða „niðurrifi innan frá“ (e. subversion from within) svo vitnað sé í þróun-
arlíffræðinginn Richard Dawkins.31 En slíkur snákur fær það besta út úr báðum
heimum, hann uppsker ávinninginn af samstarfi án þess að taka þátt í því. Það
sé alveg rétt að heimurinn í heild sinni væri verr settur ef hin demónsku gen
myndu ná að fjölga sér og breiðast út. En við þurfum að velta því fyrir okkur
hvað komi í veg fyrir það að demónsk gen taki yfir í mannfjöldanum og að við
sitjum ekki uppi með heim sem sé yfirfullur af siðblindingjum.32
Af ofangreindu er ljóst að rannsóknir Pauls Bloom eru fjölbreyttar og taka
yfir stórt svið þótt vissulega sé fræðileg skörun á milli þeirra verka sem hann
gefur út. Um er að ræða áhrifamikinn rannsakanda sem greinir þróun okkar,
eðli, náttúru og siðferðiskennd og sækir í þeim tilgangi vítt og breitt í fræðin sem
og skáldskap, kvikmyndir og aðra listsköpun til þess að rökstyðja kenningar sínar
og gefa þeim vægi.
29 Bloom vitnar hér í Adam Smith, The Theory of Moral Sentiment, 1759, endurprentuð, law-
rence, KS: Digireads.com, 2011, bls. 30. Sjá einnig Paul Bloom, Just Babies, bls. 13.
30 Bloom sækir tilvitnunina í Adam Smith í The Theory of Moral Sentiments, bls. 63.
31 Bloom sækir tilvitnunina í Richard Dawkings í The God Delusion, New York: Houghton,
Mifflin, 2006, bls. 199.
32 Paul Bloom, Just Babies, bls. 17. Bloom vinnur einnig með kenningar Darwins í The Des-
cent of Man um að hjörð sem samanstandi af einstaklingum sem séu tilbúnir til þess að
fórna sér fyrir aðra meðlimi hjarðarinnar, sýni hollustu, óeigingirni, hugrekki og samúð,
hafi ávinning fram yfir aðrar hjarðir. Meðlimir slíkra hjarða eigi því meiri möguleika á
því að fjölga sér og koma genunum sínum á framfæri. Sjá Charles Darwin, The Descent
of Man, and Selection in Relation to Sex, Princeton/New Jersey: Princeton University Press,
1981, bls. 166. Sjá einnig Alda Björk Valdimarsdóttir, „„Ég heyri það sem þú segir“.
Samlíðan sem pólitísk og félagsleg stýring“, bls. 147.