Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 43

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 43
SuNNA DÍS JeNSDóTTIR 48 hans og kraftar skrímslisins færast yfir til hins ímyndaða vinar sem hefnir dauða hans á hrottalegan hátt. óheft ofbeldið og tortímingin sem Ísak og Dúi valda eru ekki orsök hinna hryllilegu atburða sem eiga sér stað í Húmdölum heldur sorgleg afleiðing þess misferlis sem þar á gengur. Hræðilegar gjörðir þeirra eiga upptök sín í afskipta- leysi samfélagsins af illri meðferð á börnum og blindni hinna fullorðnu fyrir þjáningum þeirra. Að lokum er eina lausn Ísaks og Dúa að yfirgefa hið spillta samfélag og leita á vit óbyggðanna, eða eins og segir í sögunni:32 Þeir héldust í hendur og flugu upp með fjallshlíðinni þangað til þeir sáu yfir hæstu tindana. Handan við fjöllin breiddu öræfin úr sér svo langt sem augað eygði. Þeir svifu yfir tindana og héldu áfram beint af augum, án þess að líta til baka (312). „Við hliðina á gríðarstórum sofandi risa“ Allt frá upphafi hafa sögupersónur í gotneskum skáldskap verið lokaðar inni í drungalegum byggingum þar sem þær eru ásóttar af afturgöngum og öndum hinna framliðnu. Í gegnum tíðina hefur þó hinn gotneski kastali tekið breytingum og orðið veigameira reimleikahús sem hefur öðlast stöðu illmennis í sögunum.33 Kastalinn hefur vikið fyrir byggingum af ýmsu tagi sem eiga það sameiginlegt að búa yfir sögu sem hefur eitthvað slæmt að geyma.34 Reimleikahúsið er ávallt auðþekkjanlegt og þegar það kemur fyrir vekur það upp óþægilega tilfinningu sem gefur til kynna að eitthvað ami að.35 Slíkan blæ má finna á Húmdölum sem trónir yfir á „jaðri borgarinnar og r[í]s yfir nágrannablokkirnar efst uppi á 32 Sömuleiðis væri hægt að túlka óæskileika Ísaks og Dúa á þann veg að þeir tákni skekkju í mörkum tímans þar sem báðir eru táknrænir fyrir sálræn áföll fortíðar sem raska nútíð- inni. Líkt og Freud segir geta einstaklingar „„fest“ við tiltekinn hluta fortíðar sinnar, eins og þeir hafi ekki megnað að losna frá honum og af þeim sökum hafi þeir verið firrtir frá nútíð og framtíð.“ Sigmund Freud, Inngangsfyrirlestrar um sálkönnun. Síðara bindi, bls. 296. Við sögulok hefur sú firring í tíma, sem Ísak og Dúi standa fyrir, verið gerð upp og tilfinn- ingarnar, sem óréttlætið í garð barnanna vekur, hafa fengið sína útrás. Annars vegar með því að skrímslið er vegið og hins vegar með hefndinni á morðingjum Hilmis en í báðum tilfellum taka hin fullorðnu út refsingu og sum þeirra öðlast nýtt tækifæri til að takast á við eigin innri vanda. Ísak og Dúi hverfa því til óbyggðanna sem á sér hliðstæðu í því að hið uppgerða hverfi til dulvitundarinnar, en þó með möguleikanum á endurkomu þess óæskilega sé því leyft að dafna á nýjan leik. 33 Dale Bailey, American Nightmares. The Haunted House Formula in American Popular Fiction, Ma- dison: The university of Wisconsin Press, 1999, bls. 57–60. 34 Dale Bailey, American Nightmares, bls. 59. 35 Barry Curtis, Dark Places. The Haunted House in Film, London: Reaktion Books, 2008, bls. 31.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.