Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 43
SuNNA DÍS JeNSDóTTIR
48
hans og kraftar skrímslisins færast yfir til hins ímyndaða vinar sem hefnir dauða
hans á hrottalegan hátt.
óheft ofbeldið og tortímingin sem Ísak og Dúi valda eru ekki orsök hinna
hryllilegu atburða sem eiga sér stað í Húmdölum heldur sorgleg afleiðing þess
misferlis sem þar á gengur. Hræðilegar gjörðir þeirra eiga upptök sín í afskipta-
leysi samfélagsins af illri meðferð á börnum og blindni hinna fullorðnu fyrir
þjáningum þeirra. Að lokum er eina lausn Ísaks og Dúa að yfirgefa hið spillta
samfélag og leita á vit óbyggðanna, eða eins og segir í sögunni:32
Þeir héldust í hendur og flugu upp með fjallshlíðinni þangað til þeir
sáu yfir hæstu tindana. Handan við fjöllin breiddu öræfin úr sér svo
langt sem augað eygði. Þeir svifu yfir tindana og héldu áfram beint af
augum, án þess að líta til baka (312).
„Við hliðina á gríðarstórum sofandi risa“
Allt frá upphafi hafa sögupersónur í gotneskum skáldskap verið lokaðar inni í
drungalegum byggingum þar sem þær eru ásóttar af afturgöngum og öndum
hinna framliðnu. Í gegnum tíðina hefur þó hinn gotneski kastali tekið breytingum
og orðið veigameira reimleikahús sem hefur öðlast stöðu illmennis í sögunum.33
Kastalinn hefur vikið fyrir byggingum af ýmsu tagi sem eiga það sameiginlegt
að búa yfir sögu sem hefur eitthvað slæmt að geyma.34 Reimleikahúsið er ávallt
auðþekkjanlegt og þegar það kemur fyrir vekur það upp óþægilega tilfinningu
sem gefur til kynna að eitthvað ami að.35 Slíkan blæ má finna á Húmdölum
sem trónir yfir á „jaðri borgarinnar og r[í]s yfir nágrannablokkirnar efst uppi á
32 Sömuleiðis væri hægt að túlka óæskileika Ísaks og Dúa á þann veg að þeir tákni skekkju
í mörkum tímans þar sem báðir eru táknrænir fyrir sálræn áföll fortíðar sem raska nútíð-
inni. Líkt og Freud segir geta einstaklingar „„fest“ við tiltekinn hluta fortíðar sinnar, eins
og þeir hafi ekki megnað að losna frá honum og af þeim sökum hafi þeir verið firrtir frá
nútíð og framtíð.“ Sigmund Freud, Inngangsfyrirlestrar um sálkönnun. Síðara bindi, bls. 296.
Við sögulok hefur sú firring í tíma, sem Ísak og Dúi standa fyrir, verið gerð upp og tilfinn-
ingarnar, sem óréttlætið í garð barnanna vekur, hafa fengið sína útrás. Annars vegar með
því að skrímslið er vegið og hins vegar með hefndinni á morðingjum Hilmis en í báðum
tilfellum taka hin fullorðnu út refsingu og sum þeirra öðlast nýtt tækifæri til að takast á
við eigin innri vanda. Ísak og Dúi hverfa því til óbyggðanna sem á sér hliðstæðu í því að
hið uppgerða hverfi til dulvitundarinnar, en þó með möguleikanum á endurkomu þess
óæskilega sé því leyft að dafna á nýjan leik.
33 Dale Bailey, American Nightmares. The Haunted House Formula in American Popular Fiction, Ma-
dison: The university of Wisconsin Press, 1999, bls. 57–60.
34 Dale Bailey, American Nightmares, bls. 59.
35 Barry Curtis, Dark Places. The Haunted House in Film, London: Reaktion Books, 2008, bls. 31.