Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 123
SIgRÍðuR ÞORgEIRSDóTTIR
128
gekkóar peningaheimsins eru ekki bara á valdi gróðafíknar heldur erum við
öll á valdi græðgi að því leyti sem við erum drifin áfram í neyslu. Málið með
græðgina er að hún er afsprengi sjálfs viljans sem vill sífellt meira. Þegar eitthvað
er fengið kemur skammvinn fullnægja en svo lætur viljinn aftur á sér kræla og
krefst meira. Við erum samt ekki dæmd til fíknar vegna þess að þessi fíkn á sér
forsendu sem unnt er að takast á við. Það er aftenging frá eigin athygli, eigin
upplifun, eigin reynslu.
Við getum tekið dæmi af ýmiss konar neyslufíkn og ein nærtæk og æ út-
breiddari birtingarmynd er neyslan sem á sér stað á samfélagsmiðlum. Sam-
félagsmiðlar gera okkur háð sífellt nýjum upplýsingum og svörun eða viðbragði
við því sem við sjálf gerum og sýnum á vettvangi þeirra. Allt þetta leysir úr
læðingi í heilanum dópamín sem kallar fram ánægjukennd og leiðir til frekari
neyslu á þessum miðlum. Með tímanum getur ásókn í slíka miðla orðið að fíkn í
að kíkja sífellt inn á síður þeirra til að viðhalda dópamín-fixinu. fíknin aftengir
okkur jafnframt eigin upplifun vegna þess að við sækjum stöðugt í eitthvað sem
aftengir okkur frá okkur sjálfum, rænir athygli okkar og beislar hana í þágu sam-
félagsmiðlanna og þess fjárhagslega ábata sem hlýst af virkjun okkar á þeim.
Er hægt að líkja þessari fíkn við illsku? Er ekki margt gott við samfélagsmiðla
sem tengja fólk saman, skapa vettvang opinberrar umræðu og svo framvegis? Jú,
í einhverjum mæli en þegar þessi fíkn aftengir okkur frá okkur sjálfum er hún
orðin að hinu vonda. græðgi í meira, fíkn í fleira elur auk þess á reiði og öfund
enda eru samfélagsmiðlar mun oftar vettvangur samanburðar og samkeppni en
uppbyggilegra og umbreytandi samskipta.
Þá erum við aftur komin að samkenndinni, en hún fær illa þrifist þar sem
gangverk græðgi er við völd vegna þess að græðgin nærist á samkeppni sem er
ekki íþróttamannsleg í besta skilningi heldur snýst um að hafa betur eða vera
kveðin í kútinn. Þegar öllu er á botninn hvolft er samkenndin nefnilega leiðin
til þess að tengja við okkur sjálf. að finna til með sjálfum okkur, bæði vitsmuna-
lega og tilfinningalega, er forsenda þess að geta fundið til með öðrum og skilja
þá. Þess vegna talaði heimspekingurinn Edith Stein um samkenndarskilning,
um hæfnina til þess að skilja aðra vitsmunalega og tilfinningalega.3 Samkenndin
losar líka um fjötra samkeppni og samanburðar. Samkenndarskilningur á eigin
stöðu og annarra gerir okkur opnari fyrir okkur sjálfum og öðrum, skilnings-
ríkari á eigin stöðu og betur fær um að skilja afstöðu annarra þegar við erum
ósammála þeim.
3 Edith Stein, On the Problem of Empathie, í 3. Bd. Collected Works of Edith Stein, Springer,
2012.