Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 123

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 123
SIgRÍðuR ÞORgEIRSDóTTIR 128 gekkóar peningaheimsins eru ekki bara á valdi gróðafíknar heldur erum við öll á valdi græðgi að því leyti sem við erum drifin áfram í neyslu. Málið með græðgina er að hún er afsprengi sjálfs viljans sem vill sífellt meira. Þegar eitthvað er fengið kemur skammvinn fullnægja en svo lætur viljinn aftur á sér kræla og krefst meira. Við erum samt ekki dæmd til fíknar vegna þess að þessi fíkn á sér forsendu sem unnt er að takast á við. Það er aftenging frá eigin athygli, eigin upplifun, eigin reynslu. Við getum tekið dæmi af ýmiss konar neyslufíkn og ein nærtæk og æ út- breiddari birtingarmynd er neyslan sem á sér stað á samfélagsmiðlum. Sam- félagsmiðlar gera okkur háð sífellt nýjum upplýsingum og svörun eða viðbragði við því sem við sjálf gerum og sýnum á vettvangi þeirra. Allt þetta leysir úr læðingi í heilanum dópamín sem kallar fram ánægjukennd og leiðir til frekari neyslu á þessum miðlum. Með tímanum getur ásókn í slíka miðla orðið að fíkn í að kíkja sífellt inn á síður þeirra til að viðhalda dópamín-fixinu. fíknin aftengir okkur jafnframt eigin upplifun vegna þess að við sækjum stöðugt í eitthvað sem aftengir okkur frá okkur sjálfum, rænir athygli okkar og beislar hana í þágu sam- félagsmiðlanna og þess fjárhagslega ábata sem hlýst af virkjun okkar á þeim. Er hægt að líkja þessari fíkn við illsku? Er ekki margt gott við samfélagsmiðla sem tengja fólk saman, skapa vettvang opinberrar umræðu og svo framvegis? Jú, í einhverjum mæli en þegar þessi fíkn aftengir okkur frá okkur sjálfum er hún orðin að hinu vonda. græðgi í meira, fíkn í fleira elur auk þess á reiði og öfund enda eru samfélagsmiðlar mun oftar vettvangur samanburðar og samkeppni en uppbyggilegra og umbreytandi samskipta. Þá erum við aftur komin að samkenndinni, en hún fær illa þrifist þar sem gangverk græðgi er við völd vegna þess að græðgin nærist á samkeppni sem er ekki íþróttamannsleg í besta skilningi heldur snýst um að hafa betur eða vera kveðin í kútinn. Þegar öllu er á botninn hvolft er samkenndin nefnilega leiðin til þess að tengja við okkur sjálf. að finna til með sjálfum okkur, bæði vitsmuna- lega og tilfinningalega, er forsenda þess að geta fundið til með öðrum og skilja þá. Þess vegna talaði heimspekingurinn Edith Stein um samkenndarskilning, um hæfnina til þess að skilja aðra vitsmunalega og tilfinningalega.3 Samkenndin losar líka um fjötra samkeppni og samanburðar. Samkenndarskilningur á eigin stöðu og annarra gerir okkur opnari fyrir okkur sjálfum og öðrum, skilnings- ríkari á eigin stöðu og betur fær um að skilja afstöðu annarra þegar við erum ósammála þeim. 3 Edith Stein, On the Problem of Empathie, í 3. Bd. Collected Works of Edith Stein, Springer, 2012.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.