Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 77
MARTEINN KNARAN ÓMARSSON
82
sóknin síður en svo dregist saman en viðhorfin til glæpasögunnar hafa aftur á
móti batnað verulega þótt hrollvekjan en þó ekki síst ástarsagan eigi nokkuð í
land enn þá þar sem varla er til innlendur höfundur sem hefur sérhæft sig í þeirri
grein.44
Raunar er staða glæpasögunnar orðin svo sterk í íslensku bókmenntalífi að
flokka mætti stóran hluta innlendrar bókmenntaframleiðslu undir slík skrif og
eru íslenskir lesendur fyrir vikið orðnir þaulvanir að lesa um „ólíklegustu“ glæpi
sem gerast á litla Íslandi.45 Eru þetta hinar ágætustu fréttir fyrir bókmennta-
lega raðmorðingja sem þykja nú ekki eins mikil fjarstæða og áður fyrr í bók-
menntalegu tilliti og mögulega einnig því félagslega með breyttum veruleika á
tuttugustu og fyrstu öld eins og rætt hefur verið um. Ýmsir höfundar hafa mátað
raðmorðingjann við íslenskt samfélag í sögum sínum, þar á meðal Viktor Arnar
Ingólfsson í glæpasögunni Aftureldingu (2005) sem sjónvarpsserían Mannaveiðar
(2008) var gerð eftir og Yrsa Sigurðardóttir í trylli sínum DNA frá árinu 2016.
Ásamt úrvinnslu Halldórs Laxness á sögninni um Axlar-Björn í Sjálfstæðu fólki
hafa svo í það minnsta tvær aðrar skáldsögur spunnist út frá glæpum Björns,
Þrjár svartar sólir eftir Úlfar Þormóðsson frá 1988 og Björn og Sveinn (1994) eftir
Megas. Í þeirri síðarnefndu hafa feðgarnir Axlar-Björn og Sveinn skotti flust
nokkrar aldir fram í tímann og spóka sig um í miðbæ Reykjavíkur á tíunda ára-
tug síðustu aldar. Þá hefur rithöfundurinn Þórarinn Leifsson ritað þrjár bækur
þar sem raðmorðingjaminnið er notað; Leyndarmálið hans pabba (2007), Maðurinn
sem hataði börn (2014) og Út að drepa túrista (2021). Þær fyrrnefndu eru barnabækur
sem vottar ef til vill um það hversu þekkt og viðurkennd stærð í menningunni
raðmorðinginn er orðinn hérlendis.
Íslendingaplágan
Árið 2021, í Covid faraldrinum miðjum, komu út þrjár íslenskar raðmorðingja-
frásagnir; skáldsagan Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson, glæpaþáttaröðin
Svörtu sandar í leikstjórn Baldvins Z og fyrrnefnt verk Þórarins Leifssonar Út að
drepa túrista.46 Tvær síðarnefndu frásagnirnar deila því að fjallað er um túrista-
ritstjóri Ármann Jakobsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2022, bls. 683–
710, hér bls. 689–690.
44 Íslenskir bókmenntafræðingar hafa engu að síður fjallað um þessar bókmenntategundir
í skrifum sínum og er það til marks um ákveðna viðhorfsbreytingu og aukna viðurkenn-
ingu.
45 Þar að auki eru í dag veitt sérstök verðlaun fyrir bestu innlendu glæpasöguna,
Blóðdropinn, sem afhentur er á sama tíma og Íslensku bókmenntaverðlaunin.
46 Sölvi Björn Sigurðsson, Kóperníka, Reykjavík: Sögur, 2021. Hér á eftir verður vísað til