Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 188
FYRIR HVERjA ERu FRÆðIn?
193
svörin við þessum spurningum hefur ekki verulegt eigingildi virðist það ekki hafa
mikið gildi yfirleitt. Hvers vegna erum við þá svona upptekin af því að svara
slíkum spurningum?
Svo virðist því sem að þekking geti bæði haft nytjagildi og eigingildi. Stund-
um má vera að þekking hafi fyrst og fremst, eða jafnvel einungis, nytjagildi (til
dæmis í tilfelli kökukrúsarinnar). Stundum má vera að hún hafi fyrst og fremst,
eða jafnvel einungis, eigingildi (til dæmis í tilfelli óskynjanlegra vídda). Og loks
virðist sem þekking hafi stundum bæði verulegt nytjagildi og um leið verulegt
eigingildi (til dæmis í tilfelli afstæðiskenningarinnar). Ef þetta er rétt þá held
ég að þekking hafi nokkra sérstöðu meðal þeirra fyrirbæra sem við sækjumst
almennt eftir, því fátt (ef nokkuð) annað hefur bæði eigingildi og nytjagildi með
jafn ótvíræðum hætti og einmitt þekking.
4. Þekkingarleg jafnaðarstefna
næst skulum við huga að því að öll þekking er þekking einhvers. Þekking svífur
ekki um í lausu lofti heldur er hún til í hugum manneskja – og kannski annarra
dýra, jafnvel vitvéla – sem geta með einum eða öðrum hætti tekið afstöðu til þess
hvað sé satt eða rétt að þeirra dómi. Kjarni málsins er sá að þegar eitthvað er
vitað, þá er einhver eða eitthvað sem veit það – hvort sem það er manneskja, dýr
eða vitvél. Það þýðir að þegar við segjum að tiltekin þekking – til dæmis á af-
stæðiskenningunni – hafi gildi eða sé einhvers virði þá hljótum við að eiga við að
það sem er einhvers virði sé sú staðreynd að einhver tiltekinn einstaklingur, eða
einhverjir tilteknir einstaklingar, hafi þessa þekkingu.13
En hverjir eru þá þessir einstaklingar hverrar þekking er að minnsta kosti
stundum einhvers virði, jafnvel einhvers virði í sjálfu sér? Hér eru nokkur mögu-
leg svör í boði, en ég held að aðeins eitt þeirra gangi almennilega upp þegar
nánar er að gáð.14
verið þekking á því að hafa verið svikinn, til dæmis af vini eða maka. Í slíkum tilvikum
virðist samt oft vera einhvers virði að hafa þekkinguna, þótt það sé hugsanlega jafnvel meira
virði að forðast að öðlast hana. Slík dæmi má skýra með því að neikvætt nytjagildi þekk-
ingarinnar sé meira en jákvætt eigingildi hennar, þannig að heildargildi þekkingarinnar
sé neikvætt.
13 Eins og þessi efnisgrein ber með sér nota ég orðið einstaklingur í víðum skilningi til að vísa
til manneskja, annarra dýra eða jafnvel vitvéla sem eru færar um að taka afstöðu til þess
hvað sé satt eða rétt.
14 Mér vitanlega er ekki til staðar nein skipuleg umræða um þessa spurningu þótt mikið
hafi verið fjallað um hvort og þá hvernig það að tiltekinn einstaklingur hafi þekkingu sé
einhvers virði (sjá neðanmálsgrein 5). Minna hefur farið fyrir því að ræða hverra þekking
er einhvers virði, kannski vegna þess að það hefur þótt fremur augljóst að sé þekking