Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 40
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“
45
hinu kunnuglega og ókunnuglega, draugalegt og í tengslum við hið dularfulla
og undarlega. Það feli sömuleiðis í sér óvissu einstaklingsins gagnvart upplifun
hans á eigin veruleika og sjálfi,24 sem ætla má að eigi hlut að máli í viðbrögðum
Nonna við skrímslinu.
ókennileikinn er alltumlykjandi í Börnunum í Húmdölum og felst hann ekki síst
í því hvernig nöturlegum lýsingum á heimilisaðstæðum barnanna er fléttað inn í
hina hryllilegu frásagnarframvindu. Barátta barnanna við hið ógurlega skrímsli
er lífshættuleg og erfið en undir niðri kraumar sú ókennilega tilfinning lesandans
að uppeldið og atlætið sem þau njóta sé hin raunverulega ógn sem þarf að með-
taka og varast. Foreldrarnir hafa brugðist og eru ekki færir um að veita börnum
sínum viðeigandi vernd en samfélagið hefur sömuleiðis sofnað á verðinum. Inni
í þessum svefnheimi eru krakkarnir innilokaðir og sögusviðið endurspeglar það
með vísun í ævintýrið um Þyrnirós. Líkt og í sögunni af konungsríkinu sem sefur
heila öld afmarka þyrnirunnar svæði barnanna í Húmdölum:
Lágreistur, breiður múr, sem teygði sig frá öðrum armi blokkarinnar til
hins, skildi garðinn frá bílastæðunum. Ofan á múrnum var moldarbeð
með þyrnigerði. Börnunum hafði flestum verið stranglega bannað að
fara út á bílaplanið og því mörkuðu þyrnirunnarnir og múrinn enda-
mörk þess svæðis sem þeim var leyfilegt að halda sig á. Garðurinn var
heimur út af fyrir sig, aðskilinn frá umheiminum að öllu leyti […] (7).
Yfirbragð söguheimsins sem Brynja og vinir hennar tilheyra stendur íslenskum
lesendum nærri. Löng hefð er fyrir því að höfundar norrænna bókmennta skrifi
tegundabókmenntir, líkt og gotneskar hryllingssögur, og yfirfæri sögusviðið á
slóðir þeim kunnari.25 Þekkt minni í sögusviði gotneskra sagna eru fornir kast-
alar, klausturrústir og grafhvelfingar,26 sem ekki eru sannfærandi í umhverfi
norðurslóða. Þess í stað skapar ótamin náttúran og auðnin hina drungalegu
sviðsetningu í norrænum sögum. Myndmál hins opna berangurs vekur kennd
innilokunar og sögupersónurnar renna saman við óendanlegt umhverfið.27 Nátt-
úruöflin kveikja upp óhugnaðinn í upplifun lesandans og slík stílbrögð má sjá í
framsetningu söguheimsins í kringum Húmdali. Blokkin stendur á jaðri borgar-
innar og nálægðin við mosagróið hraunið og dökk, tignarleg fjöllin minnir á það
24 Nicholas Royle, The Uncanny, Manchester: Manchester university Press, 2003, bls. 1–2.
25 Yvonne Leffler og Johan Höglund, „The Past that Haunts the Present“, bls. 12.
26 Guðni elísson, „Dauðinn á forsíðunni“, bls. 110.
27 Yvonne Leffler og Johan Höglund, „The Past that Haunts the Present“, bls. 25.