Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 36

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 36
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“ 41 eru uppfullar af spennu sem þrýstir á mörk þöggunar í erfiðum málum. Ótt- inn við ófreskjuna í sögu Jökuls og afneitun hinna fullorðnu á tilvist hennar á sér hliðstæðu í bælingu samfélagsins gagnvart illri meðferð á börnum. Í skáld- sögunni er óréttlætið sem börn geta orðið fyrir í umsjá foreldra sinna afhjúpað; áhugaleysi, vanræksla, ofbeldi og fleira. Fullorðna fólkið í sögunni er blint á eigin aðstæður og er lesandinn vakinn til umhugsunar um hverju hann lítur fram hjá í eigin samfélagi. Í sögunni má einnig finna ýmis textatengsl og vísanir í verk sem fela í sér sambærilegan boðskap, bæði aðrar hryllingsfrásagnir og ævintýri á borð við Rauðhettu og úlfinn og Hans og Grétu.11 Vert er að skoða þá þræði betur og huga sérstaklega að gotneskum einkennum skáldsögunnar. „Heimur út af fyrir sig“ Gotneska skáldsagan kom fram á sjónarsviðið upp úr miðri 18. öld og lagði grunninn að hryllingssagnahefðinni.12 Erfitt er að henda reiður á nákvæma merkingu hins gotneska í skáldskap enda er það víðfeðmt hugtak sem lýsir sér- kennum og áhrifum sem enn eru fyrirferðamikill í hryllingsbókmenntum nú- tímans. Samkvæmt bókmenntafræðingnum Guðna elíssyni fylgja gotneskar skáldsögur gjarnan fastmótuðum frásagnarformúlum með stöðluðum hlutverk- um og dæmigerðri sviðsetningu. Aðalsborin illmenni, ofsóttar ungmeyjar og fornir kastalar í framandi fortíð eru hefðbundin einkenni í frásögnum af þessu tagi og sögusviðið er bæði myrkt og leyndardómsfullt.13 Áhrif slíkra stílbragða má finna í framsetningu söguheimsins í verkinu Börnin í Húmdölum sem hefst á því að blokkinni er líkt við „drungalegan kastala“, sem skuggi fjallanna hvílir yfir „sem eins og þöglir risar höfðu auga með hverfinu“ (7). Ísak tekur sér stöðu hins aðalsborna illmennis sem býr yfir valdi sem hann kann ekki að fara með og misheppnuð tilraun hans til að vingast við Brynju verður til þess að vekja áhuga skrímslisins á henni. Framandi fortíð Ísaks afhjúpast að lokum þegar Brynja og 11 Samkvæmt bókmenntafræðingnum Sigrúnu Margréti Guðmundsdóttur er ævintýrið um Hans og Grétu gjarnan tengt við frásagnir um reimleikahús en síðar í greininni verða rök færð fyrir því að blokkin í sögu Jökuls taki sér stöðu slíkrar byggingar. Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, „„Tveggja hæða hús á besta stað í bænum“. um Húsið eftir egil eð- varðsson“, Ritið 2/2019, bls. 135–172, hér bls. 160. 12 upprunaverk gotnesku skáldsögunnar er jafnan talið vera The Castle of Otranto. A Gothic Story eftir Horace Walpole frá árinu 1764 en hún lagði línurnar fyrir það sem á eftir kom innan bókmenntagreinarinnar. Yvonne Leffler og Johan Höglund, „The Past that Haunts the Present. The Rise of Nordic Gothic“, Nordic Gothic, ritstjóri Maria Holmgren Troy, Johan Höglund, Yvonne Leffler og Sofia Wijkmark, Manchester: Manchester Uni- versity Press, 2020, bls. 11–28, hér bls. 12. 13 Guðni elísson, „Dauðinn á forsíðunni“, bls. 110–114.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.