Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Qupperneq 36
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“
41
eru uppfullar af spennu sem þrýstir á mörk þöggunar í erfiðum málum. Ótt-
inn við ófreskjuna í sögu Jökuls og afneitun hinna fullorðnu á tilvist hennar á
sér hliðstæðu í bælingu samfélagsins gagnvart illri meðferð á börnum. Í skáld-
sögunni er óréttlætið sem börn geta orðið fyrir í umsjá foreldra sinna afhjúpað;
áhugaleysi, vanræksla, ofbeldi og fleira. Fullorðna fólkið í sögunni er blint á eigin
aðstæður og er lesandinn vakinn til umhugsunar um hverju hann lítur fram hjá í
eigin samfélagi. Í sögunni má einnig finna ýmis textatengsl og vísanir í verk sem
fela í sér sambærilegan boðskap, bæði aðrar hryllingsfrásagnir og ævintýri á borð
við Rauðhettu og úlfinn og Hans og Grétu.11 Vert er að skoða þá þræði betur og huga
sérstaklega að gotneskum einkennum skáldsögunnar.
„Heimur út af fyrir sig“
Gotneska skáldsagan kom fram á sjónarsviðið upp úr miðri 18. öld og lagði
grunninn að hryllingssagnahefðinni.12 Erfitt er að henda reiður á nákvæma
merkingu hins gotneska í skáldskap enda er það víðfeðmt hugtak sem lýsir sér-
kennum og áhrifum sem enn eru fyrirferðamikill í hryllingsbókmenntum nú-
tímans. Samkvæmt bókmenntafræðingnum Guðna elíssyni fylgja gotneskar
skáldsögur gjarnan fastmótuðum frásagnarformúlum með stöðluðum hlutverk-
um og dæmigerðri sviðsetningu. Aðalsborin illmenni, ofsóttar ungmeyjar og
fornir kastalar í framandi fortíð eru hefðbundin einkenni í frásögnum af þessu
tagi og sögusviðið er bæði myrkt og leyndardómsfullt.13 Áhrif slíkra stílbragða
má finna í framsetningu söguheimsins í verkinu Börnin í Húmdölum sem hefst á
því að blokkinni er líkt við „drungalegan kastala“, sem skuggi fjallanna hvílir
yfir „sem eins og þöglir risar höfðu auga með hverfinu“ (7). Ísak tekur sér stöðu
hins aðalsborna illmennis sem býr yfir valdi sem hann kann ekki að fara með og
misheppnuð tilraun hans til að vingast við Brynju verður til þess að vekja áhuga
skrímslisins á henni. Framandi fortíð Ísaks afhjúpast að lokum þegar Brynja og
11 Samkvæmt bókmenntafræðingnum Sigrúnu Margréti Guðmundsdóttur er ævintýrið um
Hans og Grétu gjarnan tengt við frásagnir um reimleikahús en síðar í greininni verða rök
færð fyrir því að blokkin í sögu Jökuls taki sér stöðu slíkrar byggingar. Sigrún Margrét
Guðmundsdóttir, „„Tveggja hæða hús á besta stað í bænum“. um Húsið eftir egil eð-
varðsson“, Ritið 2/2019, bls. 135–172, hér bls. 160.
12 upprunaverk gotnesku skáldsögunnar er jafnan talið vera The Castle of Otranto. A Gothic
Story eftir Horace Walpole frá árinu 1764 en hún lagði línurnar fyrir það sem á eftir
kom innan bókmenntagreinarinnar. Yvonne Leffler og Johan Höglund, „The Past that
Haunts the Present. The Rise of Nordic Gothic“, Nordic Gothic, ritstjóri Maria Holmgren
Troy, Johan Höglund, Yvonne Leffler og Sofia Wijkmark, Manchester: Manchester Uni-
versity Press, 2020, bls. 11–28, hér bls. 12.
13 Guðni elísson, „Dauðinn á forsíðunni“, bls. 110–114.