Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 156

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 156
„HAnDAn VIð lÍFIð BÍðuR EkkERT, EkkERT“ 161 innar og taka jafnvel afstöðu til hans. um trúna er öðruvísi farið. Mörg okkar líta svo á að þau séu trúlaus og trúna sé auðvelt að leiða hjá sér á öllum æviskeiðum, líka á dauðastundinni. Um það má deila og fer svarið eftir því hvað átt er við með trú. Trúarhugtakið þarfnast því skilgreiningar. Verður gerð atrenna að því í upphafi greinarinnar eða þó öllu heldur að lýsingarorðinu sem af því er dregið: trúarleg/trúarlegur/trúarlegt — ekki síst í samsetningunni „trúarlegt ljóð“. Um dauðann og trúna í kveðskap Hannesar Péturssonar hefur verið fjallað áður. Í því sambandi ber einkum að nefna inngang Njarðar P. Njarðvík að síðari útgáfu ljóðasafns Hannesar frá 1998. Þar bendir njörður meðal annars á að ljóð Hannesar veki þá ágengu spurningu hvort dauðinn sé óskiljanleg „ó-sköp“ er hafi tortímingu í för með sér. Í þeim sé þó jafnframt að finna þá hugmynd að í dauðanum felist sameining við hringrás gjörvallrar náttúrunnar.10 Ályktun njarðar verður því að í ljóðunum megi finna þann boðskap „[…] að af því að ekkert tekur við eftir dauðann sé þeim mun brýnna að menn kunni að meta lífið og hina hverfulu tilveru, læri að skynja dýrð náttúrunnar og mikilvægi hvers andartaks sem okkur er gefið og nái að sigrast á illsku og hatri.“11 Þá álítur Njörður að í ljóðunum megi einnig greina vísbendingar um trúarlega glímu.12 Þar sé vikið að „hinu óhöndlanlega“, sem og tilvist æðri vilja sem sé „[…] ofar sérhverjum stað.“13 Í þessari grein verður fyllt út í þessa mynd með ítarlegri athugun en rúmaðist í bókarinngangi sem auk þess fjallaði um mun fleiri atriði en dauðann og trúna. Hér er ekki gerð tilraun til að grafast fyrir um trú Hannesar Péturssonar né persónulega afstöðu hans til dauðans. Vissulega telja ýmsir sem fást við rann- sóknir á lífsskoðunum að þær megi lesa út úr verkum skálda og annarra þeirra sem leggja stund á fagurbókmenntir.14 Hér skal því ekki hafnað en mjög fer það eftir eðli og inntaki bókmenntaverkanna og er misjafnt hve vel einstök ljóð og/ eða önnur verk einstakra höfunda henta til slíkra greininga.15 Ljóð Hannesar eru vissulega flest fremur „hugsunarlegs“ en tilfinningalegs eðlis. Því liggja þau nokkuð vel við í þessu efni. Við tilurð ljóðs orkar þó margt annað á huga skálds 10 njörður P. njarðvík, „Ferðin heim“, bls. xv–xvi, xvii, sjá og xxix, xxxi, xxxiv. 11 Sama heimild, bls. xvii. 12 Sama heimild, bls. xx, sjá og xxxviii–xxxix. 13 Sama heimild, bls. xxii–xxiii. 14 Anders Jeffner, Livsåskådningsforskning. Förslag och diskussion mot bakgrund av erfarenheter från proj- ektarbetet, livsåskådningar i det moderna samhället. Forskningsrapport nr. 7, uppsölum: uppsala universitet, Teologiska institutionen, 1976, bls. 21, 61–62. (Fjölrit). Sjá og um- mæli Ólafs Jónssonar um „heimspeki“ í ljóðum H.P. Ólafur Jónsson, Líka líf. Greinar um samtímabókmenntir, Reykjavík: Iðunn, 1979, bls. 126–127. 15 Tom Hedlund, Att förstå lyrik, Stokkhólmi: Ordfront förlag, 2000, bls. 27–47.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.