Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 154
Hjalti Hugason
„Handan við lífið bíður ekkert, ekkert“1
Um birtingarmyndir dauðans og trúarinnar
í ljóðheimi Hannesar Péturssonar
Hannes Pétursson (f. 1931) hefur verið meðal merkustu samtímahöfunda
þjóðarinnar allt frá því hann sendi frá sér fyrstu bók sína, Kvæðabók (1955), þá
rúmlega tvítugur að aldri. Til marks um þá viðurkenningu sem hann hefur hlot-
ið má nefna að árið 2022 var hann sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla
Íslands fyrir framlag sitt til bókmenntanna. Áður hafði Hannes fengið Verðlaun
Jónasar Hallgrímssonar 2012, Íslensku bókmenntaverðlaunin 1993 og Henrik
Steffens-verðlaunin 1975. Þá er hann heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Ís-
lands og nýtur heiðurslauna listamanna. Kvæðabók Hannesar fékk fágætar við-
tökur.2 Þrátt fyrir það, sem og þann sess er hann ávann sér, var hann lengi um-
deildur.3 Það sem einkum olli gagnrýni var að hann tók ekki að öllu leyti þátt í
formbyltingunni sem stóð yfir um það leyti sem Kvæðabók kom út.4 Einnig þótti
mörgum þjóðfélagslega ádeilu skorta í ljóð hans. Saga og menning, forn og ný,
hafa vissulega sett sterkari svip á ljóðheim hans en félagslegur veruleiki þrátt
1 Hannes Pétursson, Ljóðasafn, Reykjavík: Iðunn, 1998, bls. 107.
2 Njörður P. Njarðvík, „Ferðin heim. Um ljóð Hannesar Péturssonar“, í Hannes Péturs-
son, Ljóðasafn, Reykjavík: Iðunn, bls. ix–xxxix, hér bls. ix. Silja Aðalsteinsdóttir, „Form-
bylting og módernismi“, Íslensk bókmenntasaga V, ritstjóri Guðmundur Andri Thorsson,
Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 17–173, hér bls. 110.
3 Sjá Eiríkur Guðmundsson, „Kvæðamaður. Um Hannes Pétursson skáld“, RÚV, sótt 10.
september 2022 af https://www.ruv.is/utvarp/spila/kvaedamadur-um-hannes-peturs-
son-skald/33460?term=Hannes%20P%C3%A9tursson&rtype=radio&slot=2.
4 Jón Yngvi Jóhannsson, „Alþjóðlegar bókmenntir frá Íslandi“, Íslenskar bókmenntir. Saga
og samhengi 2, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2021, bls. 527–653, hér bls. 611,
627–628. H.P. hefur verið talinn í hópi skálda sem endurnýjuðu ljóðahefð okkar án þess
að taka þátt í að bylta henni. Guðbjörn Sigurmundsson, „Listaskáld, logandi vatn og
einhyrningur“, Tímarit Máls og menningar 3/1994, bls. 112–115, hér bls. 112.
Ritið
1. tbl. 23. árg. 2023 (159-186)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar og
höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.23.1.9
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).