Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 62
Marteinn Knaran ÓMarsson
Kviðristarinn í Kaupmannahöfn
Um raðmorð, íslenskt samfélag og skáldsöguna
Kóperníku (2021) eftir Sölva Björn Sigurðsson
Inngangsorð
Erfitt er að meta það nákvæmlega hversu marga einstaklinga raðmorðingjar (e.
serial murderer/killer) myrða árlega. Þó er talið að hlutfallið sé vart mikið meira
en eitt prósent miðað við morðtíðni í Bandaríkjunum sem stundum eru kölluð
„raðmorðingja-Mekka“ heimsins.1 Kemur það til vegna fjölda þekktra tilfella í
landinu og eins raðmorðingjablætisins sem fyrirfinnst í bandarískri dægurmenn-
ingu og gert hefur marga gerendur fræga eins og menningarfræðingurinn Da-
vid Schmid fjallar meðal annars um í skrifum sínum.2 Árið 2022 voru um 26
þúsund einstaklingar myrtir í Bandaríkjunum og sé prósentan höfð í huga báru
raðmorðingjar ábyrgð á 260 morðum það árið. Sumir rannsakendur telja þó
að hlutfallið sé minna, einungis örfá prómill, og að raunar séu meiri líkur á að
vinna stóra vinninginn í lottói en lenda í klónum á raðmorðingja líkt og lög-
reglufulltrúinn Gary Rodgers komst að orði í pistli um efnið árið 2015.3 Fólk ætti
1 Eins og gefur að skilja er ákaflega erfitt að meta það hversu stóru hlutfalli af morð-
tíðninni raðmorðingjar bera ábyrgð á og eru tölurnar mjög á reiki. Sjá til dæmis tölfræði
í bókum James Alan Fox og Jack Levin, The Will to Kill. Making Sense of Senseless Murder,
Boston: Allyn and Bacon, 2001, bls. 102; Eric W. Hickey, Serial Murderers and Their Victims,
Belmont: Thompson Wadsworth, 2006, 4. útgáfa bls. 6–8; og Elliott Leyton, Hunting
Humans. The Rise of the Modern Multiple Murderer, New York: Carroll and Graf, 2001, bls.
58–59.
2 David Schmid fjallar ítarlega um frægð raðmorðingja í bandarísku samfélagi og menn-
ingu í bók sinni Natural Born Celebrities. Serial Killers in American Culture, Chicago og London:
The University of Chicago Press, 2005.
3 Gary Rodgers, „How to Avoid Being Murdered by a Serial Killer“, HuffPost, 3. desember
2015, sótt 16. apríl 2023 af https://www.huffpost.com/entry/how-to-avoid-being-mur-
Ritið
1. tbl. 23. árg. 2023 (67-98)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar og
höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.23.1.3
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).