Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 135
PAUl BlOOM
140
að beita konu kynferðislegu ofbeldi á meðan hún er meðvitundarlaus. En hann
finnur ekki fyrir siðferðilegu tilfinningunum sem tengjast slíkum athöfnum, svo
að mat hans á réttu og röngu líkist því þegar einhver sem er blindur frá fæðingu
staðhæfir að grasið sé „grænt“ og himininn „blár“ – sem er rétt þekking út frá
staðreyndum en án þeirrar venjubundnu reynslu sem fylgir henni.
Ímyndaðu þér að reyna að sannfæra siðblindingjann þinn um að vera góður
við annað fólk. Þú gætir sagt við hann að hann þurfi að bæla niður eigingjarnar
hvatir í þágu annarra. Þú gætir kastað að honum dálítilli heimspeki, kynnt hann
fyrir heimpekingum sem aðhyllast þau viðhorf nytjastefnunnar að athafnir
okkar eigi að hámarka hamingju mannsins í heild sinni. Þú gætir útskýrt skil-
yrðislausa skylduboð (e. catergorical imperative) Immanuels Kant eða fávísifeld (e.
veil of ignorance) Johns Rawl eða hlutlausan áhorfanda (e. impartial spectator) Adams
Smith. Þú gætir prófað aðferð sem foreldrar beita oft á börnin sín og spurt hann
hvernig honum liði ef einhver kæmi á sama hátt fram við hann og hann kemur
fram við aðra.4
Hann gæti brugðist við öllu þessu þannig að honum væri einfaldlega sama
um það hvort hamingja annarra aukist og hafi engan áhuga á skilyrðislausu
skylduboðorði eða öðru slíku. Hann geri sér grein fyrir hvernig leggja megi rök-
lega að jöfnu það að hann skaði einstakling eða einstaklingurinn skaði hann,
hann sé ekki fáviti þegar öllu er á botninn hvolft. En þó hvetur ekkert af þessu
hann til þess að koma fram við fólk af vinsemd.
Sannir siðblindingjar svara á svipaðan hátt. Sálfræðingurinn William Da-
mon segir frá viðtali sem birtist í New York Times við þrettán ára árásarræningja
(e. mugger) sem veittist grimmilega að eldra fólki, þar á meðal blindri konu. Hann
sýndi enga iðrun vegna gjörða sinna og sagði að blint fólk væri skynsamlegt
skotmark vegna þess að það myndi ekki geta borið kennsl á hann síðar.5 Þegar
árásarmaðurinn var spurður um sársaukann sem hann hafði valdið konunni,
lýsti fréttamaðurinn því á þessa leið: „Drengurinn var hissa á spurningunni og
svaraði svo: „Af hverju ætti mér ekki að vera sama? Ég er ekki hún“. Ted Bundy
var undrandi á öllu fjaðrafokinu vegna morðanna sem hann hafði framið: „Ég
meina, það er til svo margt fólk.“6 Raðmorðinginn gary gilmore tók í stuttu
máli saman viðhorf þeirra sem hafa ekki siðferðilegar tilfinningar. „Ég var allt-
af fær um að myrða … Ég get algjörlega losað mig undan því að finna fyrir
4 Martin L. Hoffman, Empathy and Moral Development. Implications for Caring and Justice, New
York: Cambridge University Press, 2000.
5 William Damon, The Social World of the Child, San Francisco: Jossey-Bass, 1977, bls. 18.
6 Tilvitnunin er sótt í Paul Bloom, Descartes’ Baby: How the Science of Child Development Expla-
ins What Makes Us Human, New York: Basic Books, 2004.