Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 46

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 46
„HANN VISSI HVAð VAR VeRuLeIKI OG HVAð eKKI“ 51 Ísaki loks um megn og innra með honum verður til „slímugur belgur“ (92) sem hann neyðist til að kasta upp. uppsöfnun Ísaks verður að skrímslinu sem ásækir Húmdali og vex það og eykur mátt sinn með því að þrífast á erfiðum og sárs- aukafullum upplifunum íbúanna. Það er því fyrri reynsla þeirra sem ásækir hí- býlin og endurkoma fortíðarinnar veldur bæði örvinglun og angist. King segir sérstakan ókennileika fylgja því ef ásóknin á sér stað inni á heimilum söguper- sóna, þar sem þær eiga að finna til öryggis en eru þess í stað innilokaðar með því illa.42 Hrollinn í slíkum frásögnum má oft rekja til ódæðis fjölskyldumeðlima43 og í sögu Jökuls er sekt foreldranna gagnvart eigin börnum hið ósagða sem ekki hefur verið gert upp og kemur til með að hafa hræðilegar afleiðingar. Hinir gotnesku draugar eru táknrænir fyrir bælda fortíð sem sögupersónur þurfa að mæta enda segir Sigrún Margrét að reimleikahús séu „grafreitir got- neskra leyndarmála sem ekki má ræða, en jafnframt eru þau staðir þar sem leyndarmálin lifna við – og ganga aftur.“44 Innilokun sögupersóna í slíkum að- stæðum er einkennandi fyrir gotneskan skáldskap og hefur fylgt hefðinni allt frá hinni upphaflegu gotnesku skáldsögu The Castle of Otranto.45 Samkvæmt King þarf ógnin sem steðjar að þeim sem lokast inni ekki að vera utanaðkomandi heldur getur hún endurómað eigin innri vanda persónanna. Sálarlíf einstakl- ingsins er því tekið til umræðu í gotneskum bókmenntum en reimleikahúsið getur einnig endurspeglað minnkaða útgáfu af samfélaginu sem sagan sprettur úr og varpað ljósi á mein þess.46 Hryllingurinn sem á sér stað í blokkinni Húmdölum er endurvarp af vanda íbúanna sem þar búa en um leið varpar frásögnin ljósi á líf lægri stéttar sam- félagsins sem skáldsagan sækir til. Að því leyti sver verkið sig í ætt við bandarískar hrollvekjur sem eiga uppruna sinn að rekja til gotneskrar skáldskaparhefðar en í þeim er gjarnan lögð áhersla á menninguna og vankanta hennar.47 Innan hins bandarísk-gotneska skáldskapar er samfélagsgerðin krufin og athyglinni er beint 42 Sama rit, bls. 255. 43 Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, „Tveggja hæða hús á besta stað í bænum“, bls. 150. Sigrún Margrét segir ýmsar ástæður geta legið að baki því að sögupersónur læsast inni í reimleikahúsum. Fjárhagslegar þrengingar geta verið orsakavaldur innilokunarinnar og í því samhengi nefnir Sigrún tvær bandarískar hrollvekjur sem notið hafa mikilla vinsælda, þær Amityville Horror og The Shining, sem dæmi um hryllingsfrásagnir þar sem fjölskyldur leggja allt að veði og festast í kjölfarið inni í reimleikahúsunum. Sama rit, bls. 142. 44 Sama rit, bls. 136. 45 Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, „Hann er bara á vondum stað“, bls. 101. 46 Stephen King, Danse Macabre, bls. 267. King tekur skáldsögu Shirley Jackson The Haunting of Hill House sem dæmi um slíka sögu ásamt fleiri frásögnum. 47 Teresa A. Goddu, „American Gothic“, The Routledge Companion to Gothic, ritstjórar Cath- erine Spooner og emma Mcevoy, London: Routledge, 2007, bls. 63–72, hér bls. 71.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.