Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 157
HJAlTI HuGASOn
162
en lífsskoðun þess. Því fer og oftast fjarri að Hannes Pétursson prediki í ljóðum
sínum eða setji þar fram kaldhamraðar kennisetningar þótt hann láti víða í ljós
einörð viðhorf eða spyrji ágengra og jafnvel leiðandi spurninga.16 Þó skal bent
á eitt ljóð þar sem vel má líta svo á að hann játi tiltölulega afdráttarlaust af-
stöðu sjálfs síns til tilveru eftir dauðann en í spurningunni um hana lýstur saman
fyrirbærunum tveimur, dauðanum og trúnni. Hér er átt við ljóðið „Í Goðdöl-
um“.17 Það er kveðið til minningar um Sigurð Egilsson bónda á Sveinsstöðum
og síðar í Stekkjarholti í Tungusveit og ber vitni um hlýja vináttu og aðdáun.18
Vegna þessa tilefnis sem og þess að í öllu ljóðinu er hinn gengni vinur ávarpaður
milliliðalaust liggur beint við að líta svo á að hér tali skáldið sjálft og að ekki
þurfi að taka ópersónulegan ljóðmælanda inn í myndina. Í lokin kemur fram ólík
afstaða þeirra tveggja til dauðans:
[…]
Vinur sögu, söngs og ljóðs
þú sagðir mér að dauðans hönd
hún leiddi allt vort líf til góðs
er leysast mundu jarðarbönd.19
Ég veit ei slíkt, en vona þó
að veröld fögur opnist þér.
Ég fel þig dauðans dul og ró
því djúpi sem er hulið mér. (283)
16 Gísli Sigurðsson, „Hugsunin um fallvaltleikann“, bls. 6. Sjá og Bjarni Benediktsson, Bók-
menntagreinar, Reykjavík: Heimskringla, 1971, bls. 269, 272. Sjá Ólafur Jónsson, Líka líf,
bls. 127.
17 ljóðið ort 1975 birt í Kvæðasafni 1951–1976, hafði ekki áður komið út á bók. Þegar vitnað
er í ljóð H.P. er byggt á Ljóðasafninu frá 1998 svo langt sem það nær. Er þá vitnað í blað-
síðutal í svigum í textanum sjálfum. Til yngri ljóða er vísað með sama hætti en þá er titli
bókanna bætt við til aðgreiningar. Hannes Pétursson, Fyrir kvölddyrum, Reykjavík: Mál og
menning, 2006; sami, Haustaugu, Reykjavík: Opna, 2018. Þegar vitnað er í ljóð úr Ljóða-
safninu í fyrsta sinn er tilgreint hvenær það var ort og í hvaða bók það birtist eins og hér er
gert. Sjá Hannes Pétursson, Ljóðasafn, bls. 449–452. Ekki er mögulegt að tímasetja ljóðin
úr yngri bókunum með sama hætti.
18 G[uðbrandur] M[agnússon], „Fallnir félagar [Sigurður Egilsson]“, Glóðafeykir. Félags-
tíðindi Kaupfélags Skagfirðinga, 21. h., 1984, bls. 37–71, hér bls. 52–53. um kynni Hannesar
og Sigurðar í Stekkjarholti sjá Hannes Pétursson, Jarðlag, bls. 63–66, 82–84.
19 Í 5. erindi ljóðsins er „tryggðarvinurinn“ sem ávarpaður er í ljóðinu orðaður við „sigur-
trú“. (282)