Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 68

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 68
KVIðRISTARINN Í KAUPMANNAHÖFN 73 raunar benda nýlegustu gögn til þess að hlutfallslega séu fleiri raðmorðingjar af afrískum uppruna í Bandaríkjunum sem hafa ekki fengið eins ríkulega umfjöllun og þeir hvítu í gegnum tíðina sökum menningar- og félagslegra ástæðna.17 Þá var gjarnan talið að gerendur hefðu orðið fyrir misnotkun í æsku, ættu jafnvel í undarlegu sambandi við móður sína og væru í eins konar hefndarhug gagnvart henni eða þeim sem brutu á viðkomandi. Dýr voru jafnan sögð fyrstu fórnar- lömb gerandans og ef ekki var um að ræða „viðurstyggilegt mennskt úrhrak“ var morðinginn þvert á móti „þokkafullur, greindur og skipulagður“.18 Þá var sagt að raðmorðingjar væru upp til hópa drifnir af kynferðislegum kvalarlosta og að klám, alkóhól eða önnur fíkniefni væru stór þáttur í afbrotahegðun þeirra.19 Vissulega á allt þetta við um einstaka morðingja en því fer fjarri að svo sé í flestum tilfellum. Ofannefnd atriði eru mörg fengin úr fyrstu markvissu rannsóknunum sem gerðar voru á raðmorðum á tuttugustu öld í Bandaríkjunum þar sem áður- nefndur Robert Ressler og aðrir fulltrúar alríkislögreglunnar voru virkir þátt- takendur. Eðli málsins samkvæmt voru þessar athuganir heldur takmarkaðar og í nýlegri leikinni sjónvarpsseríu, Mindhunter (2017–2019), sem fjallar um þessar rannsóknir og er lauslega byggð á samnefndri bók fulltrúans John Douglas er ljósi varpað á þá staðreynd með gagnrýnum hætti. Í þáttunum kemur skýrt fram hversu úrtak gerenda var takmarkað og gögnin sem söfnuðust í viðtölum vafa- söm þar sem viðmælendur áttu það til að ljúga eða færa í stílinn. Auk þess er ljóst að fljótfærnin var einnig mikil til þess að koma niðurstöðum á framfæri sem fyrst. Þá er greinileg togstreita á milli alríkislögreglunnar og fræðasamfélagsins í þátt- unum sem ýmsir aðilar hafa einmitt rætt um að hafi verið til staðar í raunveru- leikanum í fyrstu.20 Í ofanálag hafa svo ákveðnir gerendur orðið verulega fyrir- ferðarmiklir í almennum rannsóknum en Yaksic bendir á í riti sínu að einungis sextán einstaklingar sem unnu voðaverk sín á árunum 1954–1991, flestir banda- rískir og einungis ein kona, fái langmesta umfjöllun í útgefnum ritum. Þau þrjú sem tróna efst eru Theodore Robert Bundy (Ted Bundy), sem myrti tugi kvenna í ólíkum fylkjum Bandaríkjanna á árunum 1974–1978, Aileen Wuornos, sem 17 Bandaríkjamenn af afrískum uppruna eru ekki nema 12% af bandarísku þjóðinni og miðað við það hlutfall eru fleiri raðmorðingjar meðal þeirra en hvítra. Sé litið framhjá þessu eru þó mun fleiri hvítir raðmorðingjar og ber einnig að nefna að hér er tekið mið af mjög víðri skilgreiningu sem tekur meðal annars til drápa sem framin eru innan gengja eða í svokölluðum gengjastríðum. Sjá Enzo Yaksic, Killer Data. Modern Perspectives on Serial Murder, bls. 45. 18 Sama heimild, bls. 1–3. 19 Sama heimild, bls. 3. 20 Joe Penhall (höf), Mindhunter, Los Angeles: Denver and Delilah Productions, 2017–2019.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.