Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 165
HJAlTI HuGASOn
170
Í sama ljóði kemur fram að listin að lifa felist í því að „[…] safna […] lífinu
saman / í sérhverri hreinni nautn: í lestri, í kossi — / svo allt verður tilfinning,
dýrmæt og daglega ný.“ (107)41 Sé þann veg lifað verður jarðlífið tilgangsríkt þótt
ekkert bíði handan þess.
Sú trú á jarðlífið sem hér kemur fram brýtur „brodd dauðans“ sem víða
stingur í ljóðum Hannesar. Þegar allt kemur til alls er hinn algjöri og endanlegi
dauði ekki „síðasti óvinurinn“ eins og postulinn ritaði í Fyrra Korintubréfi (15.26).
Virðist raunar mega líta svo á að þessi jákvæða afstaða til lífsins sé rauði þráður-
inn í ljóðheimi Hannesar hvort sem um er að ræða lífið úti í guðsgrænni nátt-
úrunni frá ystu nesjum til innstu dala eða það líf sem birtist í menningu, sögu,
bókmenntum og jafnvel afþreyingu.42
Geta má sér þess til að þessi jákvæða lífsafstaða sem kemur fram í ljóðunum
eigi ekki síst rætur að rekja til æskumótunar Hannesar sjálfs og þess öryggis sem
hann bjó þá við eins og fram kemur í minningarljóðum hans um foreldra sína:
„Söknuði“, „Svefnró“ og „Sonarorðum“.43
Löngu síðar eða í „Undir vetrarhimni“ kom sú hugmynd fram að tilgang
mannlífsins sé að finna í jarðlífinu en ekki í tilveru handan þess.44 Þar verður hún
vissulega ekki fyrir í formi kennisetningar heldur ágengrar spurningar þar sem
reiknað er með tilvist Höfundar eða skapara og sköpunarreglu:45
41 Í XI ljóði „Söngva til jarðarinnar“ koma svipuð viðhorf fram, það er hvort afl illsku,
haturs og dauða megi sigra með trú á „[…] að gjöful jörðin / sé einn og kjörinn áfanga-
staður manna / ofan í hrollkaldan svörðinn.“ (108).
42 Sjá meðal annars ljóðin „Innsveit“ og „Reykjavík á sumardögum“ frá 1968 úr Inn-
lönd, sem og „Ágúströkkur“ frá 1982 úr Eldhylur. Í tveimur síðari ljóðunum er slegið á
létta strengi og brugðið upp hversdagslegum myndum. Í „Innsveitum“ er aftur á móti
sýnt djúpt inn í hugarfylgsni skáldsins og þar er ef til vill að finna mikilvægan lykil að
skáldskap H.P. en þar kemur fram að átthagarnir, náttúra þeirra og saga sé mikilvæg
uppspretta hans (bls. 179, 187, 378). Sjá Ólafur Jónsson, Líka líf, bls. 130.
43 „Söknuður“ ort 1960 birtist í Stund og staðir, „Svefnró“ ort 1981 birtist í 36 ljóð, „Sonar-
orðum“ ort 1990 birtist í Eldhylur. ljóðin þrjú má finna á bls. 125, 391 og 436 í Ljóðasafni
Hannesar. H.P. hefur búið að sterkri og jákvæðri foreldraímynd. Sjá Hannes Pétursson,
Jarðlag. njörður P njarðvík, „Ferðin heim“, bls. xxx. Silja Aðalsteinsdóttir, „Formbylting
og módernismi“, bls. 105, 107, 113. Ólafur Jónsson fjallaði um gildi bernskureynslunnar
í ljóðum H.P. og setti í víðara samhengi. Ólafur Jónsson, Líka líf, bls. 129–130. H.P.
nefndi „Söknuð“ upphaflega „Á beru svæði“ og hóf að yrkja það á útfarardegi föður síns
en þá dvaldi hann erlendis. Hannes Pétursson, Eintöl á vegferðum, bls. 49, 55.
44 Ort 1982, birtist í 36 ljóð.
45 Varðandi sköpunarreglu sjá og „Bænarstað“ þar sem beðið er skýringar á „hyggjuvitinu“
sem greypt er í gjörvalla sköpun. (Haustaugu, 55)