Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 90

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 90
KVIðRISTARINN Í KAUPMANNAHÖFN 95 karllægt goðmagn og síðan snúa upp á hinn hefðbundna söguskilning sýnir höf- undur bæði hvernig feðraveldið getur alið af sér karlkyns raðmorðingja (Kobba) sem drepur konur af hatri og brengluðum karlmennskuhugmyndum en líka rað- morðingja sem er kona (Kóperníka) og drepur í hefndarskyni fyrir illa meðferð í sömu menningu. Að þessu leyti minnir frásögnin nokkuð á bandarísku kvikmyndina Monster frá árinu 2003 í leikstjórn Patty Jenkins þar sem fjallað er um ævi og „störf“ banda- ríska raðmorðingjans Aileen Carol Wuornos sem áður hefur verið minnst á.64 Hún er einn þekktasti kvenraðmorðingi sögunnar og mýmargt verið skrifað um hana. Aileen starfaði sem kynlífsverkakona á götunum í Flórída og hóf morð- feril sinn eftir að hafa verið nauðgað hrottalega af viðskiptavini sem hún sagðist hafa myrt í sjálfsvörn. Í kjölfarið hóf hún að drepa karlmenn hvað eftir annað og sagði hvata sinn vera hefnd fyrir þá meðferð sem hún hafði fengið frá körlum í gegnum tíðina og verandi kona í karllægu samfélagi. Titill kvikmyndarinnar „Monster“ eða ófreskja er misvísandi en hæglega væri hægt að túlka hann sem vísun í Aileen sjálfa sem Charlize Theron leikur í myndinni í miklu dulargervi. Í raun skírskotar titillinn þó í risavaxið Parísarhjól í skemmtigarði í Flórída sem Aileen þorði aldrei í sökum lofthræðslu. Seinna í kvikmyndinni líkir hún þessu tæki við sjálft lífið sem hún uppgötvar að er hálfgerð ófreskja einkum fyrir konur, eins og hana, sem virðast ekki hafa nokkra möguleika aðra í lífinu en að „húkka“ og eyðast smátt og smátt upp á götunum. Sögusamúðin liggur nánast öll Aileen megin í kvikmyndinni og lögð er áhersla á það hvernig ytri þættir leiða hana út á þessa braut. Þetta er í sjálfu sér gott og gilt enda ljóst að raðmorð eiga sér menningar- og félagslegar rætur eins og fjallað hefur verið um og sem einnig er mikilvægt að ávarpa í sögum. Um leið er þó mjög vafasamt að skapa of mikla samúð með raðmorðingjum í frásögnum, hvort sem um konu eða karl er að ræða, og er þetta siðferðilegt vandamál sem hver höfundur þarf að takast á við sem og lesendur. Í Kóperníku er morðunum fundin réttlæting og samúð einnig sköpuð með þeim Marie Louise og Virgli. Þetta er þó ekki eins sterkt og í Monster og kemur það meðal annars til vegna mismunandi formgerða verkanna. Monster er ekki glæpasaga í sjálfu sér og alfarið sögð frá sjónarhóli Aileen með þeim afleiðingum að mikil samsömun á sér stað með persónunni. Sögumaður Kóperníku, sem óljóst er hver er þótt gefið sé í skyn að hann sé hluti af persónugalleríinu, fylgir aftur á móti Finni allan tímann og auðkenni morðingjans ekki gefið upp fyrr en í sögulok. Marie fær þá orðið í stuttri senu og segir harmræna ævisögu sína og 64 Patty Jenkins (leikstjóri), Monster, Los Angeles: Denver & Delilah Films og K/W Produc- tions, 2003.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.