Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 127
AlDA BJöRK VAlDIMARSDóTTIR
132
ung börn, sem eru spurð, telja vera hina sönnu staðsetningu manneskjunnar í
líkamanum, hana sé ekki að finna í brjóstinu eða hjartastaðnum heldur „beint á
milli augnanna“.3
Bloom er á svipuðum slóðum í bók sinni Descartes‘ Baby. How the Science of Child
Development Explains What Makes us Human, sem kom út árið 2004. Þar rannsakar
hann þær kenningar Darwins að sumir mannlegir eiginleikar hafi ekki mynd-
ast vegna þróunar heldur séu auka afurð aðlögunar. Fólk hafi þróað með sér
ákveðna leið til þess að hugsa um fólk og hluti og telur Bloom að við hugsum um
heiminn á svipuðum forsendum og René Descartes, faðir nútímaheimspekinnar
lagði til.4 Descartes hafi verið hugfanginn af sjálfvirkni (e. automata) síns tíma og
talið að líkamar manna og dýra væru ekkert meira en sérstaklega margslungnar
vélar.5 En hjá fólki, ólíkt þeim sem ekki eru menn, megi sjá mun á líkamlega
hlutnum (res extensa), sem sé þá líkami, efni eða hin sálfræðilega vél og svo hinum
hugsandi hlut (res cogitans) sem sé andinn, sjálfið, hugur okkar. Í þessum mann-
skilningi liggi grunnurinn að baki tvíhyggju Descartes og sú hugsun að líkami og
andi séu aðskilin.6 Bloom vill meina að okkur sé eðlislægt að aðhyllast kenningar
Descartes um aðgreiningu líkama og sálar og að slík tvíhyggja hafi svo djúpstæð
áhrif á okkur að hún móti okkur sem félagsverur, siðferði okkar og trúarbrögð.7
Vísindin segi okkur hins vegar að Descartes hafi haft rangt fyrir sér, við séum
ekki með sálir, heldur séum við efnisverur.
Með rannsóknum sínum á ungabörnum hefur Bloom komist að því að áður
en þau taki upp tungumálið, læri að ganga eða stýra hægðum sínum þá sjái
þau heiminn þannig að hann innihaldi bæði líkamlega hluti, fast efni, en einnig
ólíkamlega hugi sem eru hvattir áfram af tilfinningum og markmiðum. Tví-
hyggjan sem sé okkur svo eðlislæg móti skynjanir okkar á tilbúnum heimi og
náttúrulegum heimi og hjálpi okkur að skilja hvers vegna börn hafi tilhneigingu
til þess að trúa á guðlegan skapara og að öll sköpun eigi sér tilgang.8 Spurningar
er varða tvíhyggju mætti nota til að varpa ljósi á það hversu dularfull listin er
3 Paul Bloom, Psych, epub, 3–4%.
4 Descartes (1596–1650) var franskur heimspekingur, stærðfræðingur og vísindamaður og
oft er hann kallaður faðir nútímaheimspeki og nútímastærðfræði. Mikið af nýaldarheim-
speki eru viðbrögð við kenningum hans. Hann er talinn bera ábyrgð á áhuganum á veru-
fræði á 17. öld og lagði grunninn að rökhyggju sem heimspekikenningu.
5 Paul Bloom, Descartes‘ Baby. How the Science of Child Development Explains What Makes us
Human, New York: Basic Book, 2004, epub, 3%.
6 Sjá til dæmis Tad M. Schmaltz, Descartes on Causation, New York: Oxford University Press,
2008, bls. 218.
7 Paul Bloom, Descartes‘ Baby, epub, 4%.
8 Sama heimild, 23%.