Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 71

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 71
MARTEINN KNARAN ÓMARSSON 76 vakið athygli í flestum samfélögum þar sem um var að ræða hrottafengið morð á „fullkomnu fórnarlambi“ (e. ideal victim), það er ungri manneskju með framtíðina fyrir sér. Þar að auki var morðinginn útlendingur sem vekur jafnan meiri and- styggð hjá fólki vegna þjóðernislegra ástæðna. Aftur á móti er þó óvíst, bæta þeir Helgi og Pakes við, hvort málið hefði haft eins djúpstæð áhrif í öðrum löndum, fjölmennari ríkjum þar sem breiðara bil er á milli íbúa félagslega, menningar- lega og landfræðilega. Íslendingar eru jú svokölluð örþjóð, „ein stór fjölskylda“ eins og Helgi og Pakes taka til orða, sem býr öll saman á lítilli eyju í Norður- Atlantshafi, á hjara veraldar. Friðsæld og jafnrétti er hér mikið og sameiginleg sjálfsmynd íbúa sterk, byggð á langri veru fólksins í landinu, menningu, bók- menntum, samskiptum við herraþjóðir í tímans rás og baráttu við náttúruöflin.27 En allt hefur þetta vitaskuld áhrif á viðbrögð við glæpum, tíðni þeirra og eðli. Í greininni „Modern serial killers“ fjallar félagsfræðingurinn Kevin D. Hagg- erty um raðmorð í samhengi nútímans og sýna skrif hans líka ágætlega hvernig aðstæður á Íslandi hafa að mörgu leyti hindrað að svona afbrot hafi átt sér stað hérlendis. Greinin er skrifuð árið 2009 og er forsenda hennar ákveðin eyða í raðmorðingjafræðum að mati Haggerty. Hann bendir á að of mikil áhersla hafi verið lögð á orsakafræði og æviferla einstakra gerenda í rannsóknum og fyrir vikið hafi félagslegir, sögulegir og menningarlegir þættir verið vanræktir. Hagg- erty segir að raðmorðingjar séu í raun afsprengi nútímans en jafnvel þótt eldri dæmi séu til þá sé þar munur á, meðal annars sökum frægðar- og raðmorðingja- menningarinnar nú á dögum sem hefur vissulega haft áhrif á gerendur og tíðni afbrota og eins vegna þeirra sérstöku skilyrða sem einkenna nútímann og eru í senn lýsandi fyrir athæfið. Eða líkt og Haggerty orðar það: Raðmorð eru samhengisbundin og hvers kyns líffræðilegar hneigðir, persónulegar langanir eða mein sem gætu haft áhrif á hvatir morð- ingja eða mótað gjörðir þeirra eru skilyrt af stærri kerfislegum þáttum. Flest þau atriði sem einkenna raðmorð sérstaklega eru alfarið bundin nútímasamfélögum. Enda þótt fólk hafi sennilega alltaf framið morð í röðum, þá var ekki hægt að vera raðmorðingi fyrir 500 árum þar sem þau öfl er gefa rað- morðum sitt sérstaka form, röksemdir, möguleika og hugmyndafræði- lega umgjörð eru lýsandi fyrir nútímann. Við misstígum okkur í veru- fræðilegum skilningi þegar við þröngvum upp á sögulega einstaklinga 27 Francis Pakes og Helgi Gunnlaugsson, „How a rare murder in Iceland has chilled a na- tion“, The Conversation, 6. febrúar 2017, sótt 18. apríl 2023 af https://theconversation. com/how-a-rare-murder-in-iceland-has-chilled-a-nation-71766.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.