Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 71
MARTEINN KNARAN ÓMARSSON
76
vakið athygli í flestum samfélögum þar sem um var að ræða hrottafengið morð á
„fullkomnu fórnarlambi“ (e. ideal victim), það er ungri manneskju með framtíðina
fyrir sér. Þar að auki var morðinginn útlendingur sem vekur jafnan meiri and-
styggð hjá fólki vegna þjóðernislegra ástæðna. Aftur á móti er þó óvíst, bæta þeir
Helgi og Pakes við, hvort málið hefði haft eins djúpstæð áhrif í öðrum löndum,
fjölmennari ríkjum þar sem breiðara bil er á milli íbúa félagslega, menningar-
lega og landfræðilega. Íslendingar eru jú svokölluð örþjóð, „ein stór fjölskylda“
eins og Helgi og Pakes taka til orða, sem býr öll saman á lítilli eyju í Norður-
Atlantshafi, á hjara veraldar. Friðsæld og jafnrétti er hér mikið og sameiginleg
sjálfsmynd íbúa sterk, byggð á langri veru fólksins í landinu, menningu, bók-
menntum, samskiptum við herraþjóðir í tímans rás og baráttu við náttúruöflin.27
En allt hefur þetta vitaskuld áhrif á viðbrögð við glæpum, tíðni þeirra og eðli.
Í greininni „Modern serial killers“ fjallar félagsfræðingurinn Kevin D. Hagg-
erty um raðmorð í samhengi nútímans og sýna skrif hans líka ágætlega hvernig
aðstæður á Íslandi hafa að mörgu leyti hindrað að svona afbrot hafi átt sér stað
hérlendis. Greinin er skrifuð árið 2009 og er forsenda hennar ákveðin eyða í
raðmorðingjafræðum að mati Haggerty. Hann bendir á að of mikil áhersla hafi
verið lögð á orsakafræði og æviferla einstakra gerenda í rannsóknum og fyrir
vikið hafi félagslegir, sögulegir og menningarlegir þættir verið vanræktir. Hagg-
erty segir að raðmorðingjar séu í raun afsprengi nútímans en jafnvel þótt eldri
dæmi séu til þá sé þar munur á, meðal annars sökum frægðar- og raðmorðingja-
menningarinnar nú á dögum sem hefur vissulega haft áhrif á gerendur og tíðni
afbrota og eins vegna þeirra sérstöku skilyrða sem einkenna nútímann og eru í
senn lýsandi fyrir athæfið. Eða líkt og Haggerty orðar það:
Raðmorð eru samhengisbundin og hvers kyns líffræðilegar hneigðir,
persónulegar langanir eða mein sem gætu haft áhrif á hvatir morð-
ingja eða mótað gjörðir þeirra eru skilyrt af stærri kerfislegum þáttum.
Flest þau atriði sem einkenna raðmorð sérstaklega eru alfarið bundin
nútímasamfélögum.
Enda þótt fólk hafi sennilega alltaf framið morð í röðum, þá var
ekki hægt að vera raðmorðingi fyrir 500 árum þar sem þau öfl er gefa rað-
morðum sitt sérstaka form, röksemdir, möguleika og hugmyndafræði-
lega umgjörð eru lýsandi fyrir nútímann. Við misstígum okkur í veru-
fræðilegum skilningi þegar við þröngvum upp á sögulega einstaklinga
27 Francis Pakes og Helgi Gunnlaugsson, „How a rare murder in Iceland has chilled a na-
tion“, The Conversation, 6. febrúar 2017, sótt 18. apríl 2023 af https://theconversation.
com/how-a-rare-murder-in-iceland-has-chilled-a-nation-71766.