Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Blaðsíða 96
„ÞÚ ER ENN ÞÁ LIFANDI, ÞÚ ERT ENN EkkI EINN“
101
Þrátt fyrir árangursríkt samstarf með sálfræðingnum á ég því miður enn
langt í land á ýmsum sviðum, enda hafði eitrið hringsólað um líkamann í 26
ár áður en ég fór að vinna með sálfræðingnum. Fyrir utan tortímingarhvötina,
birtast hryllileg áhrif þess í stöðugum heilsufarslegum vandamálum sem venju-
lega finnst engin skýring á. Af þessum sökum hefur mér ekki enn tekist að rjúfa
vítahring sjálfsvígshugsananna. Þegar þær heltaka mig dreg ég mig nánast alveg
í hlé, en nú er af sem áður var. Í stað þess að einangra mig í mánuði eða miss-
eri, hefur meðferð sálfræðingsins orðið þess valdandi að nú varir fásinnið miklu
skemur. Lífshættan er eftir sem áður sú sama. Ég get í raun prísað mig sælan yfir
því að hafa ekki þurft að skilja svona bréf eftir mig:
Murljga … fyrirgefðu mér, en það hefði einungis orðið verra. Ég er
alvarlega veik, þetta er ekki lengur ég. Ég elska þig innilega. Skyldu að
ég gat ekki lifað lengur. Segðu pabba og Alíju – ef þú sérð þau – að ég
elska þau fram á síðustu mínútuna, og skýrðu að ég sé stödd í öngstræti.8
Í þessu dapra bréfi kvaddi rússneska (sovéska) ljóðskáldið Marína Tsvétajeva
(1892–1941) son sinn Gregoríj (1925–1944) rétt áður en hún stytti sér aldur. Ævi
þessa stórkostlega skálds var harmþrungin í kjölfar illsku byltingarinnar í heima-
landi hennar árið 1917, eins og meðal annars má lesa úr dagbókum sem hún
hélt frá því ári og allt fram til ársins 1922, er hún flúði í útlegð ásamt dóttur sinni
Ariadnu (Alíju) (1912–1975). Þá hitti hún eiginmanninn Sergei Efron (1893–
1941) í fyrsta sinn í mörg ár.
Á þessum árum voru hungrið og erfiðleikarnir í Moskvu skelfingu líkastir.
Sulturinn dró Írínu (1917–1920), seinni dóttur Marínu og Sergeis, til dauða. Það
sætir því ekki undrun að sjálfsvíg hafi borið á góma í skrifum hennar. „Dauði“,
sagði Marína árið 1919, „er einungis ógnvekjandi fyrir líkamann. Sálin getur
ekki skilið hann. Af þessu leiðir, við sjálfsvíg, líkaminn – er eina hetjan“. Þessar
setningar eru eitt þriggja orðspjóta frá sama ári þar sem sjálfsvíg og dauði bera
á góma. Í fyrri hluta annars orðspjótsins ritaði Marína: „Sjálfsvíg: heigulsháttur
sálarinnar, umbreytist í hetjuskap líkamans“. Í því þriðja ítrekaði hún loks skiln-
ing sinn á sambandi sálarinnar og lífsins: „Hetjuskapur sálarinnar – er að lifa,
hetjuskapur líkamans – er að deyja“.9
8 Jamey Gambrell, „Inngangur“, Earthly Signs. Moscow Diaries 1917-1922 eftir Marina
Tsvetaeva, Jamey Gambrell ritstýrði og þýddi, New York: New York Review of Books,
2002, bls. XVIII.
9 Marina Tsvetaeva, Earthly Signs. Moscow Diaries 1917-1922, Jamey Gambrell ritstýrði og
þýddi, New York: New York Review of Books, 2002, bls. 138.