Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Qupperneq 65
MARTEINN KNARAN ÓMARSSON
70
Serial Murder (2022), eftir afbrotafræðinginn Enzo Yaksic, er einnig komið inn á
það hvernig raðmorðingjar hafa verið framsettir í sögum og fjallað um ýmsar
rótgrónar mýtur varðandi þá. Yaksic segir að raðmorðingjar í raunveruleikanum
eigi fátt skylt með þeim sem birtast í slúðurblöðum og skáldskap, þeir séu upp
til hópa „aumingjar“ (e. losers), „ósköp hversdagslegir meðaljónar“ sem myrða
af tilætlunarsemi, frekju eða brengluðum hugmyndum um karlmennsku. Þá eru
fórnarlömb þeirra iðulega veikburða eða eiga undir högg að sækja félagslega og
komast gerendurnir jafnan upp með glæpi sína af heppni fremur en klækjum.7
Þótt það sé varhugavert að gera mikið úr raðmorðingjum, búa til eins konar
goðsagnir um þá og veita þeim þannig þá viðurkenningu sem sumir þeirra eru
á höttunum eftir þá er í sjálfu sér ekkert undarlegt að þeir skuli verða eins vin-
sælt viðfangsefni í sögum og raun ber vitni. Hátterni raðmorðingja er einkar
frásagnarlegt, dramatískt og dularfullt auk þess sem afar hentugt er að nota þá
sem mælskubragð eða áminningu um bresti samfélagsins eða hnignun menn-
ingarinnar líkt og fjölmargir og ólíkir hópar hafa gert.8 Raðmorðingjar eru hin
„hinsta ógn“, einstaklingar sem myrða af blóðþorsta, starfa í laumi og geta verið
hver sem er; nágranninn í næsta húsi, faðir manns, móðir, bróðir eða systir.9
Meintur höfundur hugtaksins „raðmorðingi“, bandaríski alríkislögreglufulltrú-
inn Robert Ressler, datt þar að auki niður á hugtakið árið 1974 þegar honum
var hugsað til framhaldsmynda frá fjórða og fimmta áratugnum sem hétu Serial
Adventures. Áður fyrr höfðu mörg mismunandi hugtök verið notuð til þess að lýsa
þessari afbrotahegðun, til dæmis spennings-morð (e. thrill-murder), losta-morð (e.
lust-murder), brjálæðinga-morð (e. psycho-murder), mynsturs-morð (e. pattern-murder),
ókunningja-dráp10 (e. stranger-killings), fjöldamorð (e. mass-murder/multicide) og í
7 Enzo Yaksic, Killer Data. Modern Perspectives on Serial Murder, New York: Routledge, 2022,
bls. 1–3.
8 Ýmsir hópar, allt frá íhaldssömum stjórnmálamönnum til vinstrimanna, einnig femín-
istar, siðapostular og baráttufólk ólíkra minnihlutahópa, hafa nýtt frásagnir af raðmorð-
ingjum sem mælskubragð. Bandaríski raðmorðinginn Jeffrey Dahmer hefur til dæmis
verið notaður sem áminning um bága stöðu svartra í Bandaríkjunum og eins um hættur
samkynhneigðar, en Dahmer var hvítur, samkynhneigður og myrti einkum hörunds-
dökka karlmenn. Sjá Philip Jenkins, Using Murder. The Social Construction of Serial Homicide,
New York: Routledge, 1994.
9 Hvað þetta varðar mætti nefna kvikmyndirnar Serial Mom (1994) eftir leikstjórann John
Waters þar sem móðirin í sögunni er raðmorðingi og The Clovehitch Killer (2018) eftir leik-
stjórann Duncan Skiles þar sem faðirinn er morðinginn og óbeint er fjallað um banda-
ríska raðmorðingjann Dennis Rader (BTK) sem myrti tíu manns á árunum 1974 til
1991 í Kansas fylki. Í þessu samhengi má einnig benda á skáldsöguna My Sister, the Serial
Killer (2018) eftir Oyinkan Braithwaite þar sem systirin í sögunni er raðmorðingi eins og
titillinn gefur til kynna.
10 Það er tilvalið að nota nýyrðið „ókunningi“ sem Eliza Reid forsetafrú gaf þjóðinni á