Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 65

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Side 65
MARTEINN KNARAN ÓMARSSON 70 Serial Murder (2022), eftir afbrotafræðinginn Enzo Yaksic, er einnig komið inn á það hvernig raðmorðingjar hafa verið framsettir í sögum og fjallað um ýmsar rótgrónar mýtur varðandi þá. Yaksic segir að raðmorðingjar í raunveruleikanum eigi fátt skylt með þeim sem birtast í slúðurblöðum og skáldskap, þeir séu upp til hópa „aumingjar“ (e. losers), „ósköp hversdagslegir meðaljónar“ sem myrða af tilætlunarsemi, frekju eða brengluðum hugmyndum um karlmennsku. Þá eru fórnarlömb þeirra iðulega veikburða eða eiga undir högg að sækja félagslega og komast gerendurnir jafnan upp með glæpi sína af heppni fremur en klækjum.7 Þótt það sé varhugavert að gera mikið úr raðmorðingjum, búa til eins konar goðsagnir um þá og veita þeim þannig þá viðurkenningu sem sumir þeirra eru á höttunum eftir þá er í sjálfu sér ekkert undarlegt að þeir skuli verða eins vin- sælt viðfangsefni í sögum og raun ber vitni. Hátterni raðmorðingja er einkar frásagnarlegt, dramatískt og dularfullt auk þess sem afar hentugt er að nota þá sem mælskubragð eða áminningu um bresti samfélagsins eða hnignun menn- ingarinnar líkt og fjölmargir og ólíkir hópar hafa gert.8 Raðmorðingjar eru hin „hinsta ógn“, einstaklingar sem myrða af blóðþorsta, starfa í laumi og geta verið hver sem er; nágranninn í næsta húsi, faðir manns, móðir, bróðir eða systir.9 Meintur höfundur hugtaksins „raðmorðingi“, bandaríski alríkislögreglufulltrú- inn Robert Ressler, datt þar að auki niður á hugtakið árið 1974 þegar honum var hugsað til framhaldsmynda frá fjórða og fimmta áratugnum sem hétu Serial Adventures. Áður fyrr höfðu mörg mismunandi hugtök verið notuð til þess að lýsa þessari afbrotahegðun, til dæmis spennings-morð (e. thrill-murder), losta-morð (e. lust-murder), brjálæðinga-morð (e. psycho-murder), mynsturs-morð (e. pattern-murder), ókunningja-dráp10 (e. stranger-killings), fjöldamorð (e. mass-murder/multicide) og í 7 Enzo Yaksic, Killer Data. Modern Perspectives on Serial Murder, New York: Routledge, 2022, bls. 1–3. 8 Ýmsir hópar, allt frá íhaldssömum stjórnmálamönnum til vinstrimanna, einnig femín- istar, siðapostular og baráttufólk ólíkra minnihlutahópa, hafa nýtt frásagnir af raðmorð- ingjum sem mælskubragð. Bandaríski raðmorðinginn Jeffrey Dahmer hefur til dæmis verið notaður sem áminning um bága stöðu svartra í Bandaríkjunum og eins um hættur samkynhneigðar, en Dahmer var hvítur, samkynhneigður og myrti einkum hörunds- dökka karlmenn. Sjá Philip Jenkins, Using Murder. The Social Construction of Serial Homicide, New York: Routledge, 1994. 9 Hvað þetta varðar mætti nefna kvikmyndirnar Serial Mom (1994) eftir leikstjórann John Waters þar sem móðirin í sögunni er raðmorðingi og The Clovehitch Killer (2018) eftir leik- stjórann Duncan Skiles þar sem faðirinn er morðinginn og óbeint er fjallað um banda- ríska raðmorðingjann Dennis Rader (BTK) sem myrti tíu manns á árunum 1974 til 1991 í Kansas fylki. Í þessu samhengi má einnig benda á skáldsöguna My Sister, the Serial Killer (2018) eftir Oyinkan Braithwaite þar sem systirin í sögunni er raðmorðingi eins og titillinn gefur til kynna. 10 Það er tilvalið að nota nýyrðið „ókunningi“ sem Eliza Reid forsetafrú gaf þjóðinni á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.