Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Page 148
SAMlÍðAN Og SAMKENND
153
spennt að hjálpa henni að taka til og sögðu eitthvað á þessa leið: „Ég skal hjálpa
þér, ég skal halda á litlu ljósaperunni.“
Nýlegri sálfræðirannsóknir sýna, líkt og nefnt var í síðasta kafla, að smábörn
aðstoða fullorðna við að ná í hlut sem er utan seilingar og opna hurð fyrir þá
ef þeir eru með fangið fullt.49 Smábörnin gera þetta án hvatningar frá fullorðna
fólkinu, meira að segja án augnsambands. Slík hegðun er aðdáunarverð, vegna
þess að það að hjálpa líkt og að hugga, krefst ákveðinnar færni. Smábarnið þarf
að átta sig á því að eitthvað sé að, það þarf að skilja hvað þurfi að gera til að
laga, og það þarf að sýna nægan áhuga eða löngun til þess að leggja það á sig
að hjálpa.50
Nú mun efahyggjumaður benda á að við vitum ekki hvers vegna hjálpin á sér
stað. Þegar öllu er á botninn hvolft hjálpa fullorðnir oft án þess að það sé sam-
kennd sem hvetji þá til þess. Einhver skjögrar með fangið fullt af bókum í átt
að lokuðum dyrum og þú stekkur upp til þess að opna áður en hann segir eitt-
hvað. Kveikjan að hegðuninni gæti verið ávani fremur en góðmennska, líkt og
þegar maður segir ósjálfrátt „guð hjálpi þér“ þegar einhver hnerrar. Eða kannski
hafa smábörn gaman af því að hjálpa án þess að þykja vænt um þann sem er
hjálpað. Ef fullorðinn teygir sig í eitthvað sem hann nær ekki í og smábarnið
réttir hlutinn þá gætu verðlaunin verið ánægjublossinn sem þau finna þegar búið
er að leysa vandmálið. Eða kannski er hjálpsemi barnsins ekki bundin hamingju
fullorðna fólksins heldur velþóknun þeirra. Þegar börnin reyna að aðstoða þá
finnst okkur þau vera dásamleg.51 Kannski það sé aðalatriðið, að hjálp þeirra
sé aðlögunaratferli sem sé hannað til þess að vekja upp kærleika hjá þeim sem
annast þau, sambærilegt við líkamlegan þokka þeirra, stóru augun og bollulegar
kinnar.
En vísindamenn hafa vísbendingar sem benda til þess að hvatningin til þess
að hjálpa felist – að minnsta kosti hjá eldri börnum – í raun og veru í ósvikinni
væntumþykju gagnvart öðrum. Samstarfsmenn mínir, Alia Martin og Kristina
Olson, gerðu rannsókn þar sem fullorðinn einstaklingur lék sér við þriggja ára
49 Feliz Warneken og Michael Tomasello, „Altruistic Helping in Human Infants and Yo-
ung Chimpanzees“, Science 311/2006, bls. 1301–1303; Feliz Warneken og Michael Tom-
asello, „Helping and Cooperation at 14 Months of Age“, Infancy 11/2007, bls. 271–294.
Sjá nánar Michael Tomasello, Why We Cooperate, Cambridge, MA: MIT Press, 2009.
50 Kristen A. Dunfield, Valerie A. Kuhlmeier, Laura O’Connell, og Elizabeth Kelley,
„Examining the Diversity of Prosocial Behavior. Helping, Sharing, and Comforting in
Infancy“, Infancy 16/2011, bls. 227–247.
51 Karen Wynn, „Constraints on Natural Altruism“, British Journal of Psychology 100/2009,
bls. 481–485.