Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 86

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2023, Síða 86
KVIðRISTARINN Í KAUPMANNAHÖFN 91 mál í landinu á 19. öld eins og víðar. Mótmælin voru í sjálfu sér eins konar kven- réttindabarátta þar sem sýnt var fram á hvernig meðferð stjórnvalda á þessum konum væri raunar ekkert annað en nauðgun. Þeim var skipað að skrá sig og haft strangt eftirlit með þeim. Þá voru þær jafnvel gripnar á götunum af handa- hófi, látnar gangast undir óþægileg og niðurlægjandi próf og síðan lokaðar inni vikum saman ef þær greindust með kynsjúkdóm. Konum var því beinlíns refsað fyrir þjónustu sem á þessum tíma þótti sjálfsagt að karlmenn nýttu sér og var raunar talin þeim mikil heilsubót. Samkvæmt Smith var greinaröðin „The Ma- iden Tribute of Modern Babylon“ (1885) eftir lækninn W. T. Stead í öðru lagi mikilvæg fyrir skilning fólks á morðmálinu. Í henni var fjallað um vændi meðal barna og spillingu betri borgara og lækna í þeim efnum. Aristókratar voru sak- aðir um að kaupa meydóm stúlkna af bágstöddum foreldrum og var læknastéttin álitin meðsek þar sem læknar voru sagðir ráðnir af kaupendum til þess að stað- festa „hreinleika“ barnanna eða „gæði vörunnar“. Kallaði Stead jafnframt eftir því að sjálfræðisaldurinn yrði hækkaður úr 13 árum í 16 ár og þar með gert ólög- legt að stunda kynlíf með einstaklingum sem voru yngri. Að síðustu höfðu hin blóðugu átök sem urðu milli lögreglu og verkalýðsins þann 13. nóvember 1887 og kennd eru við sunnudaginn blóðuga (e. Bloody Sunday) í sögubókum áhrif á umræðuna.62 Að mati Smith mótuðu þessir þrír atburðir viðhorf fólks á vændiskonum, yfirstéttinni, læknum og verkalýðnum sem kristallast í sögum um Kobba kvið- ristu. Eins og fyrr segir er morðinginn iðulega framsettur sem hefðarmaður eða læknir með tösku í hönd, hatt á höfði, í skikkju, ráfandi um í þoku eins og vofa sem nærist á þeim sem minna mega sín. Í bók sinni The Age of Sex Crime (1988) túlkar bandaríski félags- og kynjafræðingurinn Jane Caputi Kobba sömu- leiðis sem eins konar goðmagn feðraveldisins og sjálf kviðristumorðin sem eina öfgafyllstu birtingarmynd þess valds og kúgunar sem karlmenn hafa almennt yfir konum í samfélaginu og menningunni. Að auki segir Caputi að Kobbi sé erkitýpa nútíma raðmorðingjans, sá sem „uppgötvaði“ glæpinn og saga hans og dulmagn verið einn helsti innblástur þeirra morðingja sem á eftir honum hafa komið í nútímanum. Glæpir hans mörkuðu þannig upphaf nýrrar aldar sem titill rits Caputi vísar í og einkennst hefur af síauknu kynferðislegu ofbeldi og morðum á konum samhliða auknu kvenfrelsi.63 62 Clare Smith, Jack the Ripper in Film and Culture. Top Hat, Gladstone Bag and Fog, London: Palgrave Macmillan, 2016 kyndils útgáfa, loc: 456–556. 63 Jane Caputi, The Age of Sex Crime, bls. 4. Það ber þó að nefna að verk Caputi er barn síns tíma og skrifað í raðmorðingjafárinu svokallaða þegar ógnin var stórlega ýkt í fjölmiðlum vestanhafs og talið að raðmorðingjar bæru ábyrgð á um 20% allra morða í Bandaríkj- unum. Líkt og hefur verið nefnt í greininni er í dag aftur á móti talið að hlutfallið sé nærri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.