Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 7
BEETHOVEN
5
Önnur skýringin á áhrifa-
mætti hans er sú, að hann gat
sagt alit, sem iá honum á hjarta.
Með því að hugmyndir hans
voru algerlega hýjar, nægðu
honum ekki gömul tæki og
form, þau voru of þröng. Beet-
hoven braut þessi bönd. Hann
skapaði nýtt tónamál. Hann
glírndi við þetta mál til hinztu
stundar — en hann bar næstum
alltaf sigur af hólmi, beygði það
til hlýðni við sig. Hann opnaði
fyrir okkur nýjan tónaheim;
uppgötvanir hans í heimi tón-
anna voru að minnsta kosti eins
mikilvægar og landauppgötvan-
ir Kólumbusar. Hann var bylt-
ingamaour. „Það er ekki til það
lögmál, sem við getum ekki boð-
ið byrginn, ef við getum með
því öðlast meiri fegurð,“ skrif-
aði hann, en í hvert skipti sem
hann braut gamait Iögmál, gaf
hann heiminum nýja fegurð.
Hann var uppreisnarmaður, sem
aðeins byggði upp, en eyðilagði
aldrei neitt.
Þriðja skýringin á hinum
óvenjulega áhrifamætti hans
er blátt áfram sú, að tónverk
hans eru opinberun sálar, sem
átti fáa sína líka að göfgi og
hetjuskap, og að líf hans var
samboðið hugsjónum hans, trú
hans, skoðunum hans á heim-
inum.
Hvernig var Iíf hans? Hverj-
ar voru skoðanir hans á lífinu
og heiminum, trúin, sem var
undirstaöa lífs hans?
Hann var lifandi ímynd þess
manns, sem ólánið eltir á rönd-
um. Hann missti móður sína,
sem honum þótti mjög vænt um,
á unga aldri. Faðir hans var
tenórsöngvari og drykkjumað-
ur. Bræður hans skildu hann
aldrei. Hann þekkti aldrei til
fjölskyldulífs. Hann var Iágur
vexti, höfuðstór og hokinn á
velli. Þeim, sem þekktu hann
ekki, fannst hann oft broslegur
í útliti. Hann var ekki heilsu-
hraustur. Veikindanna, sem
seinna ollu heyrnarleysi hans,
kenndi hann fyrst þegar hann
var tuttugu og sex ára. Aðrir
sjúkdómar þjáðu hann tíðum.
Hann var sér fyllilega meðvit-
andi um snilligáfur sínar. Þessi
vitneskja varð honum ótæmandi
uppspretta þjáninga. Þegar frá
er talið tímabilið, sem hann var
heitbundinn Teresu Brunswick,
var hann alla tíð feiminn,
drambsamur og óblíður, lund
hans stirð og framkoma hans
óvingjarnleg.
Hjarta hans var barmafullt af