Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 77
HERLEIÐANGUR MAURANNA
75
skóginum hljómaði eins og regn,
sem fellur létt til jarðar.
Allt í einu urðu þeir fyrir
óvæntri bakárás. Varðliðarnir
til beggja handa báru orð til
hershöfðingjans, að stærðar
mauræta, erkióvinurinn, hefði
ráðizt aftan að hernum og ger-
eyddi nú hverri hersveitinni á
fætur annarri. I hvert skipti,
sem hún rak út úr sér slímuga
tunguna, hurfu tugir maura.
Rétt framundan var Tígrisá-
in. Herinn geystist þangað.
Þegar fyrstu framverðirnir
komu út á klettóttan árbakk-
ann, kræktu þeir sig saman og
mynduðu eins konar stiga niður
að yfirborði árinnar. Þeir, sem
á eftir komu, þyrptust niður
stigann, og þegar þeir komu
niður að yfirborðinu, tóku þeir
að vinda sig saman í hnykil.
Einn á fætur öðrum kræktu þeir
sig utan á hnykilinn, en skildu
eftir opin göng inn í holrúm í
miðjum hnyklinum. Litlir vinnu-
maurar báru unga og vistir inn
í holrúmið. Síðustu maurarnir
fylltu upp göngin og hnykillinn
steyptist í ána.
Hnykillinn barst með
straumnum niður strengi og
fossa, unz hann bar á land hin-
um megin, við krappa beygju á
ánni. Þar leystist hnykillinn í
sundur og maurarnir dreifðu
sér um árbakkann til að leita að
slóðinni. Að lokum skipuðu þeir
sér aftur í fylkingu og lögðu af
stað. Sex mánuðir voru liðnir
síðan þeir höfðu farið þessa
slóð, en þeir gátu fylgt henni,
og þannig héldu þeir áfram all-
an daginn og fram á nótt.
Við komum til þorpsins seint
þetta kvöld. Við höfðum verið
svo niðursokkin í að horfa á
maurana, að við höfðum gleymt
að gera aðvart á undan okkur,
og Fredricko, fylgdarmaðurinn
okkar, hljóp í gegnum þorpið og
hrópaði: „Stríðsmaurarnir eru
að koma!“
Kertaljós birtust í kofunum.
Hálfklædd börn gripu kjúklinga
og hlupu í áttina til hæðarinnar.
Mæður komu hlaupandi út, með
nakin ungbörn á handleggnum.
Karlmennirnir teymdu nautpen-
inginn á öruggan stað. Þetta
hafði endurtekið sig tvisvar á
ári. Brátt sótti mauraherinn að
kofunum úr öllum áttum. Við
hjónin áttum heima á hæð hand-
an við þorpið. Maðurinn minn
kom með 200 þorpsbúa þangað.
I dögun ákváðum við að gera
tilraun til að eyða hemum. Við
létum mennina grafa djúpan