Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 84
tJRVAL,
• 82
losa bílinn, ók hann ekki heim,
heldur til næstu drykkjumanna-
krár. Árangurinn af sex ára
ströngu bindindi rauk út í veð-
ur og vind, og maðurinn lenti
á ægilegri túr en nokkru sinni
fyrr.
Til þess að komast að raun
um, hvað veldur því, að gikkur-
inn smellur, með þeim árangri
að hjá manninum vaknar óvið-
ráðanleg löngun í áfengi, verð-
um við að skyggnast bak við
tjöldin, athuga sjálfa líffæra-
starfsemina.
Við vitum að hið flókna kerfi
efnabreytinga og rafstrauma
sem stjórnar starfsemi líffær-
anna, getur við viss skilyrði náð
völdum yfir huganum og látið
hann hlýða boði líkamans. Við
vitum, að líkaminn getur, án
hlutdeildar hugans, vakið hjá
sér vissar langanir og einnig
óbeit.
Líkaminn getur t. d. sýnt
óbeit sína á eggjum, eða laxi,
eða kaffi. Ef við neytum eða
snertum eitthvað af því sem
líkaminn hefir óbeit á, lætur
hann í ljós andúð sína á þann
hátt að jafnvel hinn einbeittasti
vilji og hugur getur þar engu
um þokað. Hann neyðir okkur
til að kasta upp, steypist allur
út í útbrotum, verður gigtveik-
ur eða annað því um líkt.
Það er þetta sem við köllum
ofnæmi eða neikvæðan næm-
leika fyrir einhverjum utanað-
komandi efnum.
Líkaminn getur líka, með
efnastarfsemi sinni, skapað með
sér það sem kalla mætti jákvæð-
an næmleik — löngun eða jafn-
vel ástríðu eftir einu og öðru.
Dæmi um slíkt er deyfilyfja-
notkun. Maður getur tekið mor-
fín í smáum skömmtum nokkr-
um sinnum og hætt síðan án
þess það valdi nokkrum erfið-
leikum. En við áframhaldandi
notkun kemur að því, fyrirvara-
laust, að jákvæður næmleiki
skapast fyrir morfíninu, og þá
er maðurinn orðinn þræll þess.
Þessi nœmleiki hverfur áldrei
upp frá því. Hann er efnastarf-
semi í líkamanum, sem enginn
mannlegur vilji getur við ráðið
eftir að hann er einu sinni vak-
inn.
Ekki þarf annað en að deyfi-
lyfjaneytandi sem talinn er að
fullu læknaður, taki mörgum
árum síðar höfuðverkjartöflur,
sem innihalda svo örlítinn
skammt af codeini, að töflurnar
eru seldar án lyfseðils — gikk-
urinn smellur þá, og áður en