Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 131
Nýjar vélar og tæki.
I'rarnhald af öftustu kápusíðu.
eftirlíking' 85 hestafla flugvéla-
mótors, sem vegur 100 kg.
Villulaus vélritun.
Ný, rafknúin ritvél setur alla
línuna þannig að hún verður sýni-
leg rétt ofan við leturhorðið áður
en hún ritar á pappírinn. Ef villa
er í línunni, má eyða henni með
því að þrýsta á hnapp. Línan rit-
ast á pappírinn á meðan næsta
lína er sett.
Snjóplógur.
Nota má jeppa sem snjóplóg
fyrir gangstéttir með því að setja
framan á hann sköfu og oftan á
hann hverfisóp. Hverfisópurinn er
knúinn áfram af vélinni í jepp-
anum. Sökum þess að drif er á
öllum hjóluni jeppans, er lítil
hætta á að hann „spóli“, þó að
snjórinn veiti sköfunni nokkurt
viðnám.
Uppþvottavél.
Komin er á markaðinn upp-
þvottavél, sem knúin er áfram af
vatnsþrýstingnum í krananum.
Diskunum er komið fyrir á eins
konar bakka, sem snýst fyrir áhrif
vatnsþrýstingsins. Vatnsdreifar-
inn í vélinni er með átta götum,
og kemst rennandi vatn að yfir-
borði allra diskanna. Auðvelt er
að tengja vélina við heitavatns-
kranann.
Byksuga.
Ryksuða, sem hreinsar ryk úr
loftinu áður en það nær að setj-
ast. Loftið er sogað inn í hana.
Þar fer það fyrst í gegnum raf-
segulsvið, þar sem rykagnimar fá
í sig frálæga rafhleðslu. Því næst
fer það fram hjá málmplötu, sem
hlaðin er viðlægu rafmagni, og
dregur hún að sér rykagnimar, en
loftið kemur hreint út úr ryk-
sugunni.
Fatapokar.
Pokar til þess að geyma í föt,
rúmföt og annan þvott. Þeir eru
ofnir úr hárfínum glerþráðum og
húðaðir utan með plastefni. Þeir
hvorki hlaupa, togna né fúna, og
verja fatnaðinn gegn raka, eldi
og ryki. Þeim er lokað með renni-
lás.
Rakavari.
Rakavari er efni, sem myndar
ósýnilega húð utan á gler, plast,
pappír og vefnað, og vamar því að
raki safnist á yfirborð þess. Það
getur haft hagnýta þýðingu á
ýmsum sviðum.
Einangrunarþynnur úr stáli.
Stálþynnur, aðeins 0,15 mm á
þykkt og húðaðar með tinblöndu,
em sagðar ágætur hitaeinangrari
í húsum. Þær endurvarpa ná-
lega öllum hitageislum, og halda
þannig húsunum svölum í sumar-
hitum og spara eldsneyti á vet-
uma. Þær endast í áratugi.