Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 86
84
tJRVAL
efnastarfsemiíi geti komizt í
jafnvægi aftur.
Þessi viðbrögð geta vaknað
við minnsta tilefni eftir að já-
kvæður næmleiki hefir skapazt.
Á því stigi verður „hófdrykkju-
maðurimi“ að ofdrykkjumanni.
En hvernig getur slík innri
efnastarfsemi náð valdi yfir
huganum, þ. e. ef maður tekur
trúanleg orð drykkjumannsins
um að hann geri allt, sem hann
getur, til að sigrast á drykkju-
fýsninni?Það mætti eins spyrja:
Hvernig getur hungur náð valdi
yfir huganum? Gott dæmi um
hið síðara mátti finna þegar
hersveitir bandamanna opnuðu
dyr hinna þýzku fangabúða.
Fangarnir báru aliir hin hrylli-
legu merki langvarandi hung-
urs. Samt hefðu margir þeirra
getað lifað á hinum litla kosti
fangabúðanna allt að sex mán-
uðum lengur. En þegar þeir sáu
almennilegan mat brutu þeir öll
boð og reglur. Þeir hrifsuðu
matinn og gleyptu hann í sig,
jafnvel þó að þeir vissu, að of-
át gæti orðið þeim að bana eftir
hið langa svelti.
Hvað hafði skeð? Vio að sjá
og finna lyktina af góðum mat
hafði losnað um gikk, um
spennta f jöður, sem undizt hafði
upp á sveltiárum fangavistar-
innar. Og þegar losnaði um
fjöðrina, vatt hún ofan af sér
af svo miklum krafti, að enginn
fanganna hafði andlegt þrek til
að stöðva hana.
Eftir að jákvæður næmleiki
hefir vaknað verður löngunin í
áfengi jafnóviðráðanleg og löng-
un soltins manns í mat. Og þeg-
ar ofdrykkjumaður reynir að
bæta ráð sitt og neitar sér um
áfengi, vindur hann upp fjöðr-
ina á sama hátt og sveltið í
fangabúðunum vatt upp hung-
urfjöðrina í föngunum. Of-
drykkjumaður sem þannig er
ástatt um, er því eins og milli
steins og sleggju. Ef hann held-
ur áfram að fá sér „einn lítinn“
heldur hann áfram að vera
síörykkjumaður. Ef hann hætt-
ir, vex áfengisþorstinn oftast,
f jöðrin þenst meir og meir, og ef
losað er um hana, getur við-
bragð hennar orðið svo ákaft,
að ógerlegt sé að hafa hemil á
henni.
Þetta eru grundvallarstað-
reyndirnar um eðli ofdrykkj-
unnar. Þær eru skýring á því,
hvers vegna flestar „lækningar"
mistakast, eða að minnsta kosti
hvers vegna „læknaðir” of-
drykkjumenn hverfa að öllum