Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 113
ADAM
111
innar, en það hafði ekki mikil
áhrif til bóta.
Morguninn eftir fékk ég boð
um að mæta á nefndarfundi
Áætlunarinnar. Þarna voru
samankomnir helztu menn
flestra stjórnardeilda, fuiltrúar
landhers, flota og heilsugæzlu,
auk fulltrúa frá Rannsóknaráð-
inu. Ég fékk snuprur fyrir að
leyfa Adam að hafa konu sína
hjá sér; nefndarmenn sögðu, að
ég hefði brugðizt trausti þeirra.
Meðal nefndarmanna var Danny
Williams, ritari forsetans. Hann
þagði lengi, en sagði loks:
„Væri ekki betra að Adam færi
að eiga börn, í stað þess að við
séum með þessar eilífu bolla-
leggingar?“ ,,Auðvitað,“ sagði
háttsettur nefndarmaður, „það
er það, sem við keppum að —
framleiðsla, framleiðsla og
meiri framleiðsla."
„Jæja, Steve,“ spurði Willi-
ams, „heldur þú að Adam sé fær
um að byrja framleiðsluna?"
„Ég held að hann sé að verða
fær um það, en tel að rétt sé að
bíða læknisúrskurðar."
„Og ef gervifrjóvgun hæfist,
myndi þá ekki öll þessi gagn-
rýni hverfa?“ var spurt.
„Áreiðanlega,“ sagði einn
nefndarmanna, Gableman að
nafni, „það er að segja, ef kon-
an verður fjarlægð.“
„Þetta er einnig skoðun for-
setans,“ sagði Williams. „For-
setinn álítur, að við eigum að
láta Adam fara að framleiða.
Ég held, að við ættum að skilja
Adam og frúna að, bæði af
læknisfræðilegum og pólitískum
ástæðum.“
Þar með var endanleg ákvörð-
un tekin. Framleiðslan átti að
hef jast næsta mánudag.
Þegar ég kom heim til
Adam, var Mary Ellen að láta
niður í töskurnar. Hún var hálf-
grátandi. „Þú þarft ekki að reka
mig út,“ kjökraði hún, „ég veit,
hvað þér ber að, gera, og ég
ætla að fara sjálf.“ „Vertu ró-
leg, Mary Ellen,“ sagði ég.
„Þetta gæti verið verra.“
„Hvaða ákvörðun tóku þeir?“
spurði hún. „Þeir ákváðu, að
byrja þegar á gervifrjóvguninni,
og þeir töldu heppilegast að þið
slituð samvistum. Fyndist þér
það ekki líka óviðkunnanlegt, að
þið væruð saman, meðan á þessu
stendur?“
Við fylgdum Mary Ellen á
stöðina. Þegar við komum heim
aftur, hringdi Thompson til mín
og kvaðst koma til Washington
daginn eftir. „Ég er með dálítið-