Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 48
Heildarsamrœmið í náttúrunni.
Grein úr „The American Mercury",
eftir Alan Devoe.
T HEIMINUM er mikill fjöldi
manna sem hefir jákvæða og
óbreytanlega skoðun á eðli og
örlögum alheimsins. En það eru
ekki margir náttúrufræðingar í
þeim hópi. Það er sjaldgæft að
hitta náttúrufræðing, sem er of-
stækisfullur áhangandi þröng-
skorðaðrar trúarskoðunar; og
enn sjaldgæfara að finna nokk-
urn sem er í fullum skilningi
guðleysingi.
Það er algengt meðal náttúru-
fræðinga, þegar þeir virða fyrir
sér tré og kletta og fugla og
önnur ótrúleg undur allrar verð-
andi, að hjá þeim vakni einföld
og upprunaleg tilfinning: Sjá,
hér er mikill máttur að verki.
"'etta er eitthvað sem hann finn-
Ux skynjar; það er náttúrutrú.
En þegar bókstafsbundnir trú-
boðar og kerfissmiðir taka sér
fyrir hendur að gera þessa ein-
földu skynjun að flóknu, óskeik-
ulu trúarkerfi, þá vaknar efa-
girni náttúrufræðingsins. Það
sem vakið hefir efa hans, er það
sem H. G. Wells kallar „skeikul-
leik tækisins“. I þessu tilfelli
er það mannshugurinn sem er
tækið.
Að áliti náttúrufræðingsins
er maðurinn aðeins ein tegund,
eitt lífsform, meðal annarra
óteljandi og margbreytilegra
líf sforma: leðurblakna, bý-
flugna, hreysikatta, eðlna, refa
... sem dansa æfidans sinn við
ylinn frá sólinni okkar, og ef til
vill öðrum sólum. Vitund
mannsins er svolítið marg-
brotnari, og gefur honum lítið
eitt fyllri og dýpri innsýn í
byggingu hlutanna en á sér stað
hjá órangútaninum; á sama
hátt og vitund apans er næm-
ari en vitund hauksins, fuglsins,
skarpari en slöngunnar, skynj-
un skriðdýrsins fullkomnari en
ormsins, sál ormsins vökulli en
það sem hrærast kann með
trénu af því tagi. En er þess að
vænta, að þetta tæki — þessi
blaktandi týra skerptrar apa-
vitundar, sem tórir aðeins